Móttaka Hugverkastofunnar, að Engjateigi 3, mun opna aftur mánudaginn 18. maí eftir að hafa verið lokuð tímabundið vegna COVID-19 faraldursins.

Við bendum viðskiptavinum Hugverkastofunnar á fjarþjónustu stofnunarinnar: 

  • Heimasíða: Hægt er að senda inn umsóknir rafrænt, bóka rafræna þjónustu og fá svör við flestum hugverkatengdum spurningum á heimasíðu okkar  www.hugverk.is. Þær tegundir umsókna sem ekki er hægt að leggja inn rafrænt má senda á útfylltum eyðublöðum á netfangið hugverk@hugverk.is
  • Tölvupóstur: Fyrirspurnum sem sendar eru á hugverk@hugverk.is er svarað eins fljótt og auðið er.  
  • Símsvörun: Opið er fyrir þjónustu og leiðbeiningar í síma 580 9400 frá kl. 10-15 alla virka daga.   
  • Netspjall: Opið er fyrir þjónustu og leiðbeiningar í netspjalli frá kl. 10-15 alla virka daga og hægt er að skilja eftir skilaboð allan sólarhringinn.   
  • Bréfpóstur: Ef ekki er unnt að nota rafræn samskipti eða hringja er hægt að senda bréf í pósti til Hugverkastofunnar Engjateigi 3, 105 Reykjavík.   

Framlenging á frestum

Í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 og áhrifa hans á starfsemi lögaðila og einstaklinga hefur Hugverkastofan ákveðið að framlengja fresti til 4. maí 2020 vegna mála sem eru til meðferðar hjá stofnuninni. Þetta á við um alla fresti sem stofnunin veitir sjálfstætt, svo sem í tilfellum þar sem frestur hefur verið veittur til skila á gögnum eða greinargerðum í tilteknum málum. Lögbundnir frestir munu hins vegar vera óbreyttir, svo sem allir frestir er varða forgangsrétt og endurupptöku umsókna, andmælafrestir, greiðslufrestir og frestir til endurnýjunar.

Vakin er athygli á þeim möguleika að óska eftir endurupptöku mála og endurveitingu réttinda í samræmi við ákvæði laga um vörumerki nr. 45/1997, laga um hönnun nr. 46/2001 og laga um einkaleyfi nr. 17/1991. Komi til þess að réttindi tapist af ástæðum sem rekja má til COVID-19 faraldursins getur eftir atvikum verið mögulegt að bera þær ástæður fyrir sig í slíkri beiðni um endurupptöku eða endurveitingu.

Aðgerðir annarra hugverkastofa vegna COVID-19