Orðmerki

Merki sem samanstendur eingöngu af orðum, bókstöfum, tölustöfum eða öðrum táknum eða samsetningu þeirra.

Í umsókn skal leggja fram eintak af merkinu í stöðluðu formi og uppsetningu, án myndrænna eiginleika eða litar. 

Merki sem sýnir tákn í myndrænni útfærslu, hvort sem er í lit eða ekki, til dæmis mynd eða samsetning myndrænna hluta með eða án orða.

Í umsókn skal leggja fram eintak af merkinu sem sýnir alla þætti þess og þar sem við á, lit merkis.

Form: JPG

 

Merki sem getur verið t.d. umbúðir, pakkningar, varan sjálf eða útlit hennar, með eða án orða. 

Í umsókn skal  tilgreina merkið myndrænt, svo sem með tölvugerðri mynd eða ljósmynd sem sýnir þrívíða eiginleika merkisins.

Form: JPG

 

Merki sem samanstendur af tákni sem sett er á tiltekinn stað á vöru.

Í umsókn skal sýna vöruna sjálfa þar sem staðsetning táknsins er skýrlega afmörkuð. Þeir hlutar vörunnar sem ekki er óskað verndar fyrir skulu vera afmarkaðir á skýran hátt, til dæmis með brotalínu.

Form: JPG

 

Merki sem inniheldur tákn sem eru endurtekin með jöfnu millibili og mynda tiltekið mynstur.

Í umsókn skal tilgreina endurtekningu táknanna, þ.e. mynstrið sjálft.

Form: JPG

Merki sem inniheldur einn stakan lit eða samsetningu lita án útlína. 

Í umsókn skal leggja fram skýra og nákvæma eftirmynd litarins eða litasamsetningarinnar og vísa til viðkomandi litar (litakóða ) í viðurkenndu litakerfi.

Form: JPG

Æskilegt er að lýsing fylgi umsókn um litamerki.

Merki sem samanstendur eingöngu af hljóði eða samsetningu hljóða.

Með umsókn skal leggja fram annað hvort hljóðskrá með eftirmynd hljóðsins eða nákvæma tilgreiningu hljóðsins með nótnaskrift.

Form: JPG, MP3

Merki sem felur í sér hreyfingu eða breytingu á staðsetningu tiltekinna tákna.

Með umsókn skal fylgja myndskrá eða röð stillimynda sem sýna nákvæmlega þá hreyfingu eða breytingu tákna sem óskað er eftir að vernd nái yfir. Heimilt er að númera stillimyndir svo hreyfingin eða breytingin sé skýrlega tilgreind.

Form: JPG, MP4

Æskilegt er að lýsing fylgi ef um röð stillimynda er að ræða.

Merki sem felur í sér bæði hljóð og mynd með eða án texta.

Með umsókn skal fylgja mynd- og hljóðskrá sem inniheldur samsetningu myndar/texta og hljóðs.

Form: MP4

 

Merki sem er með heilmyndareiginleika, þ.e. sem breytist eftir því frá hvaða sjónarhorni horft er á merkið.

Með umsókn skal fylgja myndskrá eða myndræn eftirmynd af merkinu þar sem sýnd eru þau sjónarhorn merkisins sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að átta sig á heildarmynd þess.

Form: JPG, MP4

Breyting á vörumerkjalögum

Þann 1. september áttu sér stað töluverðar breytingar varðandi skráningu merkja hér á landi með gildistöku breytinga á ákvæðum laga um vörumerki nr. 45/1997

Breytingar á málsmeðferð

Með breytingum á lögum um vörumerki sem tóku gildi 1. september urðu ýmsar breytingar á málsmeðferð umsókna og skráninga hér á landi.

Gerðir merkja skýrðar nánar

Með breytingunum 1. september fylgdu ítarlegri ákvæði en áður um félaga- og ábyrgðar- og gæðamerki.