Leit að einkaleyfum

 • Einkaleyfagagnagrunnur Hugverkastofunnar inniheldur upplýsingar um einkaleyfisumsóknir og skráð einkaleyfi á Íslandi.
  Einkaleyfaleitarvél Hugverkastofunnar
 • Espacenet er gagnagrunnur Evrópsku Einkaleyfastofunnar (European Patent Office - EPO) sem inniheldur yfir 100 milljónir einkaleyfaskjala frá yfir 90 löndum með upplýsingum um uppfinningar og tækniþróun frá árinu 1836 til dagsins í dag. Í Espacenet er hægt að leita að einkaleyfisumsóknum og veittum einkaleyfum með því að slá inn leitarorð og sía niðurstöðurnar eftir því hverju leitað er að 
 • Patent Scope er gagnagrunnur Alþjóðahugverkastofnunarinnar (World Intellectual Property Office - WIPO) sem veitir aðgang að alþjóðlegum einkaleyfisumsóknum (PCT) sem og landsbundnum einkaleyfaskjölum aðildarríkjanna 
 • European Patent Register er gagnagrunnur EPO þar sem hægt er að skoða stöðu og meðferð evrópskra einkaleyfisumsókna hjá stofnuninni. Í honum er m.a. hægt að finna út hvar í ferlinu umsókn er stödd, hvort einkaleyfið hafi verið veitt og hvort andmæli hafi verið lögð fram 
 • Google Patents inniheldur yfir 120 milljónir einkaleyfaskjala frá yfir 100 löndum ásamt öðrum skjölum og bókum með upplýsingum um þekkta tækni og uppfinningar 

 • International Patent Classification (IPC) er alþjóðlegt kerfi til að flokka einkaleyfisumsóknir eftir því tæknisviði sem þær tilheyra. Kerfið er byggt upp sem stigveldi með yfirflokkum og sérhæfðari flokkum undir þeim. Allar umsóknir fá ákveðið flokkunartákn (flestar fleiri en eitt) sem vísa til bæði yfirflokks og undirflokka. Með þessum hætti er auðveldara að leita að ákveðnum uppfinningum í einkaleyfagagnagrunnum eins og Espacenet 
 • Cooperative Patent Classification (CPC) er alþjóðlegt kerfi til að flokka einkaleyfisumsóknir eftir því tæknisviði sem þær tilheyra og er byggt upp sem stigveldi eins og IPC. Kerfið er hannað af EPO og bandarísku einkaleyfastofunni (United States Patent and Trademark Office – USPTO) og er ætlað sem framlenging á IPC kerfinu. Þannig inniheldur CPC kerfið öll IPC flokkunartáknin en leyfir ítarlegri undirflokkun 

Leit að vörumerkjum

 • Vörumerkjaleitarvél Hugverkastofunnar inniheldur upplýsingar um vörumerkjaumsóknir og skráð vörumerki á Íslandi. Í grunninum er einnig að finna upplýsingar um vörumerki sem eru ekki lengur í gildi eða urðu aldrei að skráningum
 • TMview er gagnagrunnur Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) sem inniheldur upplýsingar úr vörumerkjaskrám helstu hugverkastofa heimsins, þ. á m. Hugverkastofu(nni), EUIPO og WIPO. Í grunninum er því að finna upplýsingar um landsbundin vörumerki innan þeirra ríkja sem tilheyra grunninum, ESB vörumerki og alþjóðlegar vörumerkjaskráningar. Hægt er að stilla TMview á íslenskt viðmót
 • Global Brand Database er gagnagrunnur WIPO sem inniheldur upplýsingar úr landsbundnum og alþjóðlegum vörumerkjaskrám, t.d. skrám Hugverkastofu(nnar), EUIPO og WIPO. Í grunninum er einnig að finna upplýsingar um afurðaheiti (appellations of origin) og opinber tákn (official emblems) og hægt er að framkvæma í honum myndleit
 • Madrid Monitor er gagnagrunnur WIPO þar sem hægt er að skoða meðferð alþjóðlegra vörumerkjaskráninga og -umsókna hjá stofnuninni. Í honum er m.a. hægt að finna út hvar alþjóðleg umsókn er stödd í skráningarferlinu, í hvaða löndum alþjóðleg skráning er samþykkt og hvort andmæli hafi verið lögð fram

 • NICE Classification er alþjóðlegt kerfi á vegum WIPO yfir flokkun vöru og þjónustu sem vörumerki eiga að auðkenna. Flokkar kerfisins eru 45 talsins, þar af 34 vöruflokkar og 11 þjónustuflokkar. Í samræmi við 16. gr. laga um vörumerki nr. 45/1997 gildir auglýsing nr. 1190/2018 um flokkun vöru og þjónustu vegna vörumerkja, sem tók gildi þann 1. janúar 2019.
  Auglýsingin, sem hefur að geyma svonefndar yfirskriftir flokkanna, er í samræmi við uppfærða 11. útgáfu alþjóðlegu flokkaskrárinnar frá 1. janúar 2019, með síðari breytingum. 
 • TMclass er tól EUIPO til að flokka vöru og þjónustu. Hægt er að slá inn í leitarglugga vöru- og þjónustutilgreiningar (t.d. clothing eða restaurant services) til að sjá undir hvaða flokki þær tilheyra, safna þeim í vöru- og þjónustulista, þýða þær yfir á hin ýmsu tungumál (t.d. íslensku) og kanna hvaða hugverkastofur í heiminum samþykkja þær. Hægt er að stilla TMclass á íslenskt viðmót  
 • Madrid Goods and Services Manager (MGS) er tól WIPO til að flokka vöru og þjónustu. Í honum er hægt að leita að tilgreiningum vöru og þjónustu til að sjá undir hvaða flokk þær falla, útbúa vöru- og þjónustulista og þýða hann yfir á hin ýmsu tungumál. MGS byggir á nýjustu þýðingu og útgáfu NICE flokkunarkerfisins
   

Leit að hönnun

 

 • DesignView er gagnagrunnur EUIPO sem inniheldur upplýsingar úr hönnunarskrám helstu hugverkastofa heimsins, þ. á m. Hugverkastofunni, EUIPO og WIPO. Í grunninum er því að finna upplýsingar um landsbundna hönnun innan þeirra ríkja sem tilheyra grunninum, ESB hönnun og alþjóðlegar hönnunarskráningar. Hægt er að stilla DesignView á íslenskt viðmót
 • Global Design Database er gagnagrunnur WIPO sem inniheldur upplýsingar úr landsbundnum og alþjóðlegum hönnunarskrám, t.d. skrám Hugverkastofu(nnar), EUIPO og WIPO. Virkni grunnsins er sú sama og í Hague Express grunninum sem inniheldur aðeins upplýsingar um alþjóðlegar hönnunarskráningar og -umsóknir
 • Hague Express er gagnagrunnur WIPO þar sem hægt er að skoða upplýsingar um einstakar alþjóðlegar hönnunarskráningar og -umsóknir. Í honum er m.a. hægt að sjá í hvaða aðildarríkjum sótt er um hönnunina og hvar hún er samþykkt
   

 

 • Locarno Classification er alþjóðlegt kerfi á vegum WIPO til að flokka hönnun eftir vörusviði. Kerfið er byggt upp sem stigveldi með 32 yfirflokkum og sérhæfðari flokkum undir þeim
 • DesignClass er tól EUIPO til flokka hönnun og byggir að stórum hluta á Locarno flokkunarkerfinu. Hægt er að slá inn í leitarglugga tilgreiningu hönnunar (t.d. armchairs eða earrings) til að sjá undir hvaða yfir- og undirflokki hún tilheyrir og þýða hana yfir á ólík tungumál
   

Leit í afurðarheitum

 • GIview er gagnagrunnur Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) sem inniheldur yfirgripsmiklar upplýsingar um afurðarheiti sem vernduð eru innan Evrópusambandsins (þ.á.m. afurðarheiti með uppruna utan sambandsins) sem og afurðarheiti frá Evrópusambandinu sem vernduð eru utan þess