Vörumerki, félagamerki og ábyrgðar- og gæðamerki

Skylda til að tilnefna umboðsmann er skilgreind í 35. gr. vörumerkjalaga og 76. gr. reglugerðar um vörumerki. Sjá lög og reglur nánar hér.

Í eftirfarandi tilvikum (ekki tæmandi) þarf skýrt umboð að vera til staðar:

 • Umboðsmaður er tilnefndur í umsókn sem umsækjandi leggur inn sjálfur en umboð/staðfesting liggur ekki fyrir. Ekki skiptir máli hvort um innlendan eða erlendan aðila er að ræða.
 • Íþyngjandi aðgerðir: Lögð er fram beiðni sem telja má íþyngjandi fyrir umsækjanda / eiganda og annar fer fram á en hann sjálfur eða skráður umboðsmaður, t.d.:
  • Aðilaskipti. Óski umboðsmaður eftir því að taka ekki að sér umboðsmennsku fyrir nýjan eiganda telst nýr eigandi vera án umboðsmanns og fer mál hans þá í viðeigandi ferli.
  • Beiðni um breytingu á útliti merkis eða umfangi umsóknar eða skráningar, s.s. takmörkun eða nánari tilgreining á vörulista (á líftíma umsóknar/skráningar eða við endurnýjun).
  • Innfærsla á veðsetningu, aðför eða nytjaleyfi.
  • Afturköllun eða hlutun umsóknar eða skráningar.
 • Fleiri en einn umboðsmaður kemur fram fyrir hönd umsækjanda eða eiganda
  • Umsókn er synjað (landsbundin eða alþjóðleg) og fleiri en einn umboðsmaður óskar eftir fresti til að bregðast við.
  • Umboðsmaður er á skrá en skipt er um umboðsmann á meðan á málsmeðferð stendur.
 • Vafi leikur á umboðsmennsku
  • Eigandi er án umboðsmanns við afturköllun umboðs.
  • Eldra umboð á máli nær ekki til nýs eiganda í kjölfar aðilaskipta.
  • Umboðsmaður er tilnefndur en engin merki eru um að umboðsmaður hafi vitneskju um umboðsmennskuna.

Einkaleyfi

Skylda til að tilnefna umboðsmann er skilgreind í 12. gr. einkaleyfalaga og 95. gr. reglugerðar um einkaleyfi. Sjá lög og reglur nánar hér.

Í eftirfarandi tilvikum (ekki tæmandi) þarf skýrt umboð að vera til staðar:

 • Umboðsmaður er tilnefndur í umsókn sem umsækjandi leggur inn sjálfur en umboð/staðfesting liggur ekki fyrir. Ekki skiptir máli hvort um innlendan eða erlendan aðila er að ræða.
 • Óskað er eftir því að aðilaskipti/veð/aðför/nytjaleyfi verði færð í einkaleyfaskrá.
 • Nýr umboðsmaður tekur við málarekstri eftir að umsókn er lögð inn.
 • Óskað er eftir hlutun eða úrfellingu eða farið er framá að umsókn eða einkaleyfi verði afturkallað/fellt úr gildi.
 • Farið er fram á endurveitingu réttinda eða tekið til varna í andmælamáli.

Hugverkastofan getur ávallt kallað eftir umboði ef þess er talin þörf.

Hönnun

Skylda til að tilnefna umboðsmann er skilgreind í 47. gr. hönnunarlaga. Sjá lög og reglur nánar hér.

Í eftirfarandi tilvikum (ekki tæmandi) þarf skýrt umboð að vera til staðar:

 • Umboðsmaður er tilnefndur í umsókn sem umsækjandi leggur inn sjálfur en umboð/staðfesting liggur ekki fyrir. Ekki skiptir máli hvort um innlendan eða erlendan aðila er að ræða.
 • Óskað er eftir því að aðilaskipti/veð/aðför/nytjaleyfi verði færð í hönnunarskrá.
 • Nýr umboðsmaður tekur við málarekstri eftir að umsókn er lögð inn.
 • Farið er fram á að umsókn eða skráning verði endurnýjuð/hlutuð/afturkölluð/felld úr gildi.
 • Óskað er eftir endurveitingu réttinda til hönnunar eða tekið er til varna vegna beiðni um ógildingu hönnunar.

Hugverkastofan getur ávallt kallað eftir umboði ef þess er talin þörf.