Sækja um einkaleyfi
Hvernig get ég lagt fram umsókn um einkaleyfi á tæknilegri uppfinningu?
Hvernig get ég lagt fram umsókn um einkaleyfi á tæknilegri uppfinningu?
Hægt er að leggja eftirfarandi umsóknir inn hjá Hugverkastofunni í gegnum vefgátt Evrópsku einkaleyfastofunnar:
Rafræn móttaka þessara umsókna í gegnum fyrrgreinda vefgátt á einungis við umsóknargögn á umsóknardegi en ekki gögn sem lögð eru inn við meðferð umsóknanna. Slík gögn er hægt að senda á hugverk@hugverk.is, merkt viðkomandi umsókn. Undirrituð skjöl má einnig senda með þeim hætti svo fremi sem skýrt sé að þau séu óbreytt frá upprunalegri gerð.
Beiðnir um greiðslur árgjalda má sömuleiðis senda á hugverk@hugverk.is.
Hugverkastofan tekur eftir sem áður við öllum fyrrgreindum umsóknum og gögnum á pappírsformi, fyrir þá sem það kjósa frekar.
Þegar umsækjandi leggur inn rafræna umsókn eða gögn varðandi evrópsks einkaleyfi, berst honum strax staðfesting með umsóknarnúmeri og umsóknardagsetningu.
Hægt er að sækja um rafræn skilríki á heimasíðu Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO). Skilríkin sem og kortalesari eru gjaldfrjáls en afhendingartími getur verið allt að mánuður.
Skilríkið, sem er plastkort með örgjörva, er sent umsækjanda á það heimilisfang sem gefið er upp á umsóknareyðublaðinu. Með kortinu fylgir eyðublað til útfyllingar sem skal sent EPO. EPO sendir í kjölfarið PIN númerið sem er notað með kortinu.
Með kortinu, fylgir kortalesari og Online Filing hugbúnaður á geisladisk (CD-ROM). Upplýsingar um uppsettningu á rafrænu skilríki og hugbúnaðinum Online Filing, sjá leiðbeiningar á uppsetningu á korti og hugbúnaði.
Hægt er að sækja um rafræn skilríki á heimasíðu Alþjóðahugaverkastofunarinnar (WIPO). Um er að ræða svokölluð vefskilríki sem er mun takmarkaðra skilríki en þau sem EPO býður upp á.
Þegar umsækjandi óskar eftir vefskilríki þarf hann einungis að veita upplýsingar um nafn og tölvupóst. Umsækjandi fær í kjölfarið upplýsingar um skilríkið í tölvupósti.
Með rafrænu skilríki frá WIPO er einungis hægt að leggja inn PCT/IS umsóknir í gegnum kerfið PCT Safe.
Skilríkið skráð hjá Hugverkastofunni (EPO )
Hugverkastofan getur einungis móttekið rafræna umsókn ef skilríki frá EPO hefur verið skráð og er viðurkennt af tölvukerfi stofnunarinnar. Umsækjandi verður því að skrá skilríkið hér, áður en hægt er að leggja inn rafræna umsókn.
Ef sótt er um snjallkort frá EPO fylgir Online Filing hugbúnaður með, að öðrum kosti þarf að hlaða niður hugbúnaðinum, sjá
leiðbeiningar á uppsetningu á korti og hugbúnaði.
Á heimasíðu EPO má finna ítarlegar leiðbeiningar um notkun og virkni Online Filing.
Vinsamlegast athugið að umsóknargjöld eru ekki endurgreidd.
Athugið að leggja þarf umsókn inn til Hugverkastofunnar ásamt öðrum umsóknargögnum.