Notendur rafrænna umsókna um hönnun vinsamlegast athugið:
Til þess að opna rafræna umsóknarformið fyrir hönnun þarftu að hafa rafræn skilríki eða Íslykil.
Reikningur vegna umsóknarinnar birtist í heimabanka eiganda kennitölu umsækjanda merkisins. Reikningurinn er merktur Ríkissjóðsinnheimtum. Athugið að eindagi greiðsluseðilsins er vika frá stofnun.
Viðvörun um falsaðar greiðslubeiðnir. Hugverkastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu hönnunar í erlendum gagnagrunnum. Hugverkastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og biður viðskiptavini sína um að greiða ekki umbeðin gjöld þar sem tilgangur þeirra virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.
Umsóknin verður ekki tekin til meðhöndlunar fyrr en umsóknargjöld hafa verið greidd. Umsóknargjöld eru ekki endurgreidd verði umsókninni hafnað.
DesignView er gagnagrunnur EUIPO sem inniheldur upplýsingar úr hönnunarskrám helstu hugverkastofa heimsins, þ. á m. Hugverkastofunni, EUIPO og WIPO. Í grunninum er því að finna upplýsingar um landsbundna hönnun innan þeirra ríkja sem tilheyra grunninum, ESB hönnun og alþjóðlegar hönnunarskráningar. Hægt er að stilla DesignView á íslenskt viðmót.
Global Design Database er gagnagrunnur WIPO sem inniheldur upplýsingar úr landsbundnum og alþjóðlegum hönnunarskrám, t.d. skrám Hugverkastofu(nnar), EUIPO og WIPO. Virkni grunnsins er sú sama og í Hague Express grunninum sem inniheldur aðeins upplýsingar um alþjóðlegar hönnunarskráningar og -umsóknir.
Hague Express er gagnagrunnur WIPO þar sem hægt er að skoða upplýsingar um einstakar alþjóðlegar hönnunarskráningar og -umsóknir. Í honum er m.a. hægt að sjá í hvaða aðildarríkjum sótt er um hönnunina og hvar hún er samþykkt.