Rafræn umsókn

Notendur rafrænna umsókna/endurnýjana vörumerkja vinsamlegast athugið:

  • Til þess að opna rafræna umsóknarformið fyrir vörumerki þarftu að hafa rafræn skilríki eða Íslykil.
  • Reikningur vegna umsóknarinnar birtist í heimabanka eiganda kennitölu umsækjanda merkisins. Reikningurinn er merktur Ríkissjóðsinnheimtum.
  • Viðvörun um falsaðar greiðslubeiðnir. Hugverkastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum. Hugverkastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og biður viðskiptavini sína um að greiða ekki umbeðin gjöld þar sem tilgangur þeirra virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.
  • Á umsóknareyðublaðinu þarf að færa inn númer vöru- og þjónustuflokka, ásamt upptalningu þeirrar vöru/þjónustu sem merkið óskast skráð fyrir. Vöru- og þjónustuflokkarnir eru 45 og gefur yfirskrift þeirra til kynna hvaða vöru eða þjónustu þeir innihalda. Nánari upplýsingar hér.
  • Umsóknin verður ekki tekin til meðhöndlunar fyrr en umsóknargjöld hafa verið greidd. Umsóknargjöld eru ekki endurgreidd verði umsókninni hafnað.

Smelltu hér til að sækja rafrænt um endurnýjun vörumerkis

  • Vörumerkjaleitarvél Hugverkastofunnar inniheldur upplýsingar um vörumerkjaumsóknir og skráð vörumerki á Íslandi. Í grunninum er einnig að finna upplýsingar um vörumerki sem eru ekki lengur í gildi eða urðu aldrei að skráningum.
  • TMview er gagnagrunnur Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) sem inniheldur upplýsingar úr vörumerkjaskrám helstu hugverkastofa heimsins, þ. á m. Hugverkastofu(nni), EUIPO og WIPO. Í grunninum er því að finna upplýsingar um landsbundin vörumerki innan þeirra ríkja sem tilheyra grunninum, ESB vörumerki og alþjóðlegar vörumerkjaskráningar. Hægt er að stilla TMview á íslenskt viðmót.
  • Global Brand Database er gagnagrunnur WIPO sem inniheldur upplýsingar úr landsbundnum og alþjóðlegum vörumerkjaskrám, t.d. skrám Hugverkastofu(nnar), EUIPO og WIPO. Í grunninum er einnig að finna upplýsingar um afurðaheiti (appellations of origin) og opinber tákn (official emblems) og hægt er að framkvæma í honum myndleit.
  • Madrid Monitor er gagnagrunnur WIPO þar sem hægt er að skoða meðferð alþjóðlegra vörumerkjaskráninga og -umsókna hjá stofnuninni. Í honum er m.a. hægt að finna út hvar alþjóðleg umsókn er stödd í skráningarferlinu, í hvaða löndum alþjóðleg skráning er samþykkt og hvort andmæli hafi verið lögð fram.