Til hvers að skrá hönnun?

  • Mikilvægt að skrá hönnun ef verja þarf hana fyrir ágangi annarra.
  • Skráð hönnun verndar útlit vöru og eiganda skráðrar hönnunar er tryggður eignarréttur gegn afritun eða eftirlíkingu.
  • Skráning hönnunar skapar eiganda hennar einnig traustari grundvöll ef til ágreinings kemur, t.d. til að krefjast lögbanns.
Image
Mynd
Hönnun

1. skref: Ertu með hönnun?

Með hugtakinu hönnun átt við útlit vöru eða hluta vöru sem ræðst af einstökum þáttum eða skreytingu hennar. Útlit vörunnar ræðst fyrst og fremst af formi hennar þó aðrir þættir geti einnig haft áhrif, svo sem litur og efni. 

Hönnun afmarkast af því útliti vöru. Þó svo að vara hafi tæknilega virkni er það aðeins útlit hennar sem fæst verndað með hönnunarvernd.

Til þess að hönnun njóti verndar þarf hún að uppfylla það skilyrði að vera ný og sérstæð.

Hönnun telst ný ef hún hefur ekki verið gerð aðgengileg almenningi fyrir umsóknardag eða forgangsréttardag. Við mat á því hvort hönnun telst ný er miðað við það hvort eins hönnun hafi verið gerð aðgengileg, en ekki hvort að svipuð hönnun fyrirfinnist.

Svonefndur „griðtími" er undantekning frá fyrrgreindu skilyrði um að hönnun hafi ekki verið gerð aðgengileg fyrir umsóknardag.

Hönnun telst sérstæð ef hún er ótvírætt frábrugðin heildarmynd annarrar hönnunar, þ.e. hönnunar sem þegar er þekkt. Það er því gerð krafa um að einhvers konar sköpun hafi átt sér stað. Meta á sérstæði hönnunar út frá sjónarhorni upplýsts notanda. Við matið ber einnig að taka tillit til þess svigrúms sem hönnuður hafði við hönnunina. Eftir því sem möguleikarnir til nýrrar hönnunar eru minni, því minni kröfur eru gerðar um sérstæði. Svigrúm til hönnunar á hjólbörðum er t.d. mun minna en þegar um leikföng er að ræða.

Skráning felur ekki í sér samanburðarleit þannig að gott er að huga aðþ ví hvort hönnunin sé ný. Hægt er að leita í hönnunarskrá Hugverkastofunnar í leitarvél DesignView en einnig er er mælt með því að huga að óskráðri hönnun sem er varin með höfundarétti. Komi í ljós að hönnun hafi ekki verið ný er hægt að fara fram á niðurfellingu skráningarinnar.

Við gerð hönnunarumsóknar er mikilvægt að teikningar og/eða myndir af hönnuninni séu skýrar og að ekkert annað sé á myndunum nema það sem óskað er verndar á. Verndin ræðst af því sem sést á myndunum.

Sérstakt gjald er tekið fyrir hverja mynd af hönnun umfram eina.

Í einni og sömu umsókn er hægt að sækja um vernd á fleiri en einni hönnun. Skilyrði er að um sé að ræða vörur til sömu eða svipaðra nota og að þær séu flokkaðar í sama flokk samkvæmt Locarno-samningnum um alþjóðlega flokkun hönnunar.

Samskráning

Í einni og sömu umsókn er hægt að sækja um vernd á fleiri en einni hönnun.

Skilyrði er að um sé að ræða vörur til sömu eða svipaðra nota og að þær séu flokkaðar í sama flokk samkvæmt Locarno-samningnum um alþjóðlega flokkun hönnunar.

Hugverkastofan flokkar hönnun í samræmi við ákvæði Locarno-samningsins. Flokkun hefur þýðingu ef sótt er um vernd á fleiri en einni hönnun í sömu umsókn (samskráning), því þá er það gert að skilyrði að hannanirnar falli undir sama flokk. Flokkunin hefur engin áhrif á umfang verndarinnar.

Rafræn umsókn um skráningu hönnunar

Umsókn um skráningu hönnunar - eyðublað

Skráð hönnun gildir í eitt eða fleiri fimm ára tímabil talið frá umsóknardegi.  Beiðni um endurnýjun skal senda Hugverkastofunni í fyrsta lagi þremur mánuðum áður en skráningartímabili lýkur og í síðasta lagi sex mánuðum eftir lok þess. Sé það ekki gert fellur skráningin úr gildi.

Skráninguna má endurnýja til fimm ára í senn þar til 25 ára verndartíma er náð.

Aðstoð sérfræðinga

Þegar hugað er að verndun hugverka er getur verið gott að leita ráðgjafar hugverkaréttindasérfræðinga. Hægt er að sjá lista yfir umboðsmenn vörumerkja- og einkaleyfa á heimasíðu FUVE, www.fuve.is. 

Image
Mynd
Fagaðili - Hugverkastofan - Kona