Falsanir og brot á hugverkaréttindum
Falsanir og brot á hugverkaréttindum geta haft miklar afleiðingar og kostar samfélagið milljarða á hverju ári. Um það bil 5% af öllum innfluttum vörum í Evrópu eru falsaðar. Þetta skapar ógn fyrir nútíma hagkerfi sem reiðir sig í æ meiri mæli á hugvit og hugverk.
Framleiðendur falsaðra vara koma varningi sínum á endastöð í gegnum margar krókaleiðir og milliliði. Þetta gerir yfirvöldum erfiðara fyrir að koma í veg fyrir þessa starfsemi og á sama tíma gerir starfsemina viðkvæma gagnvart skipulögðum glæpasamtökum sem eru oft á bakvið sölu og dreifingu á fölsuðum varning.
Baráttan gegn fölsunum og annars konar brotum á hugverkaréttindum er því ekki aðeins mikilvæg út af efnahagsástæðum en þau eru einnig lýðheilsuógn þar sem slíkar vörur geta ógnað heilsu neytenda.
