Falsanir og brot á hugverkaréttindum
Falsanir og brot á hugverkaréttindum geta haft miklar afleiðingar og kostar samfélagið milljarða á hverju ári. Um það bil 5% af öllum innfluttum vörum í Evrópu eru falsaðar. Þetta skapar ógn fyrir nútíma hagkerfi sem reiðir sig í æ meiri mæli á hugvit og hugverk.
Framleiðendur falsaðra vara koma varningi sínum á endastöð í gegnum margar krókaleiðir og milliliði. Þetta gerir yfirvöldum erfiðara fyrir að koma í veg fyrir þessa starfsemi og á sama tíma gerir starfsemina viðkvæma gagnvart skipulögðum glæpasamtökum sem eru oft á bakvið sölu og dreifingu á fölsuðum varning.
Baráttan gegn fölsunum og annars konar brotum á hugverkaréttindum er því ekki aðeins mikilvæg út af efnahagsástæðum en þau eru einnig lýðheilsuógn þar sem slíkar vörur geta ógnað heilsu neytenda.

Hvernig á að bera kennsl á falsaðar vörur?
Með því að leita eftir ákveðnum vísbendingum þá getur þú minnkað hættuna á að kaupa falsaðan varning:
- Verð
Ef vel þekkt og dýr merkjavara er seld á lágu verði þá er venjulega eitthvað gruggugt. Þetta á sérstaklega við ef aðrir eru að selja vöruna á hærra verði. - Gæði
Frágangur og handbragð er oft lélegra á fölsuðum vörum. Grandskoðaðu vörumerkið. - Hver er að selja vöruna?
Athugaðu vel hver er að selja vöruna og hvort hann er sá sem hann segist. - Merki um gæði netversluninni
Vertu viss um að vefsíðan sé með gilda öryggisvottun og hvort hún komi frá virtum aðila. Athugaðu hvort síðan sé fagmannlega gerð og hvort mikið sé um stafsetningavillur sem gæti verið merki um vafasamar vefsíður. - Örugg greiðsluleið
Alltaf nota örugga greiðsluleið. Þú ættir að sjá öryggislás við vefslóðina sem byrjar venjulega á https.
