Hvernig á að bera kennsl á falsaðar vörur?

Með því að leita eftir ákveðnum vísbendingum þá getur þú minnkað hættuna á að kaupa falsaðan varning:

 1. Verð
  Ef vel þekkt og dýr merkjavara er seld á lágu verði þá er venjulega eitthvað gruggugt. Þetta á sérstaklega við ef aðrir eru að selja vöruna á hærra verði.
 2. Gæði
  Frágangur og handbragð er oft lélegra á fölsuðum vörum. Grandskoðaðu vörumerkið.
 3. Hver er að selja vöruna?
  Athugaðu vel hver er að selja vöruna og hvort hann er sá sem hann segist.
 4. Merki um gæði netversluninni
  Vertu viss um að vefsíðan sé með gilda öryggisvottun og hvort hún komi frá virtum aðila. Athugaðu hvort síðan sé fagmannlega gerð og hvort mikið sé um stafsetningavillur sem gæti verið merki um vafasamar vefsíður.
 5. Örugg greiðsluleið
  Alltaf nota örugga greiðsluleið. Þú ættir að sjá öryggislás við vefslóðina sem byrjar venjulega á https.
Image
Mynd
Falsanir