Notkun á vörumerki

Hér á landi er ekki skylt að sýna skráningaryfirvöldum fram á notkun merkisins. Hafa verður þó í huga að sá sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gæti farið fram á ógildingu merkis fyrir dómi eða hjá Hugverkastofunni ef:

 • merki hefur ekki verið notað að fimm árum liðnum frá skráningardegi, eða
 • ef eigandi merkis hefur ekki notað það í fimm ár samfleytt.

Sönnun á skráningu

Mikilvægt er að halda skráningarskírteini vel til haga þar sem það staðfestir eignarétt yfir skráðu vörumerki. Ávallt er þó unnt að nálgast upplýsingar um skráð merki í vörumerkjaskrá Hugverkastofunnar.

Glötuð skráningarskírteini fást ekki endurútgefin hjá Hugverkastofunni.

Mikilvægt er að vörumerkjaskrá sýni réttar upplýsingar um eiganda vörumerkis. Skipti vörumerkið um eiganda er nauðsynlegt að leggja fram gögn því til staðfestingar til Hugverkastofunnar, s.s. framsal, gögn um samruna eða önnur gögn. Einnig er mikilvægt að þú látir Hugverkastofuna vita ef:

 • nafn fyrirtækisins breytist
 • heimilisfang eiganda breytist
 • ef þú framselur vörumerkið til annars aðila
 • þú veðsetur vörumerkið
 • þú breytir reglum um notkun félagamerkis
 • þú skiptir um umboðsmann

Hægt er að senda uppfærða mynd sem sýnir merkið í betri gæðum og/eða upplausn.

Einnig getur þú fellt úr gildi hluta vörumerkjaskráningarinnar (þrengja vörulista) eða fella skráninguna niður í heild sinni.

Hverju er ekki hægt að breyta?

 • Það er almennt ekki hægt að breyta vörumerkinu sjálfu (t.d. myndmerkinu eða stafsetningu)
 • Það er aldrei hægt að bæta við vöru- og þjónustulistann
 • Það er ekki hægt að breyta félagamerki í vörumerki
 • Það er ekki hægt að breyta vörumerki í félagamerki

Vernd skráðs vörumerkis hefst á þeim degi sem umsókn er lögð inn og gildir í 10 ár frá skráningardegi. Að þeim tíma liðnum er hægt að endurnýja skráninguna til 10 ára í senn, eins oft og eigandi þess óskar.

Endurnýja vörumerki

Til að standa vörð um vörumerkið er mikilvægt að fylgjast vel með því og mögulegri notkun annarra. Ein leið er að framkvæma reglulega leit á netinu til að komast að því hvort annar aðili sé að nota vörumerkið án leyfis.

Einnig er hægt að nota þjónustu umboðsmanna vörumerkja, en margir þeirra bjóða upp á vöktun vörumerkja. 

Greiðsla árgjalda

Til þess að viðhalda einkaleyfi á Íslandi, þarf að greiða árgjöld til Hugverkastofunnar á hverju ári, í allt að 20 árum.  Tíminn byrjar að líða um leið og umsókn er lögð inn, ef útgáfan dregst um nokkur ár, þarf að greiða árgjöld af umsókninni með sama hætti og af einkaleyfinu.

Mikilvægt er að einkaleyfaskrá sýni réttar upplýsingar um eiganda einkaleyfis. Skipti einkaleyfið um eiganda er nauðsynlegt að leggja fram gögn því til staðfestingar til Hugverkastofunnar, s.s. framsal. Einnig er mikilvægt að þú látir Hugverkastofuna vita ef:

 • nafn fyrirtækisins breytist
 • heimilisfang eiganda breytist
 • ef þú framselur einkaleyfið til annars aðila
 • þú skiptir um umboðsmann

Endurnýjun á skráningu hönnunar

Skráð hönnun gildir í eitt eða fleiri fimm ára tímabil talið frá umsóknardegi.  Þú þarf að senda Hugverkastofunni umsókn um endurnýjun í fyrsta lagi þremur mánuðum áður en skráningartímabili lýkur og í síðasta lagi sex mánuðum eftir lok þess. 

Mikilvægt er að hönnunarskrá sýni réttar upplýsingar um eiganda hönnunar. Skipti hönnunin um eiganda er nauðsynlegt að leggja fram gögn því til staðfestingar til Hugverkastofunnar, s.s. framsal. Einnig er mikilvægt að þú látir Hugverkastofuna vita ef:

 • nafn fyrirtækisins breytist
 • heimilisfang eiganda breytist
 • ef þú framselur hönnunina til annars aðila
 • þú skiptir um umboðsmann