Með jafnréttisáætlun þessari uppfyllir Hugverkastofan skyldu sína sem kveðið er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020 (hér eftir nefnd jafnréttislög), og annarra laga og reglna er snúa að jafnrétti. Við umfjöllun um jafnréttismál og úrlausn þeirra skulu gildi stofnunarinnar fagmennska, þekking og traust ávallt höfð að leiðarljósi.
Hugverkastofan leggur áherslu á jafnan rétt kynjanna til launa, stöðuveitinga og starfa. Starfsfólk Hugverkastofunnar skal jafnframt njóta sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna óháð kynþætti, þjóðerni, trúarbragða, litarháttar, efnahags, ætternis eða öðrum ómálefnalegum þáttum, eftir því sem við á.
Eftirfarandi eru markmið Hugverkastofunnar:
- Starfsfólk skal njóta sömu launa og kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf, óháð kyni.
- Starf sem laust er til umsóknar skal standa öllum opið, óháð kyni.
- Lögð er áhersla á að starfsþjálfun og endurmenntun standi öllu starfsfólki til boða, óháð kyni.
- Lögð er áhersla á að starfsfólk geti samræmt vinnutíma og fjölskyldulíf eins og kostur er.
- Starfsfólki skal auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna.
- Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin á vinnustaðnum.