Ruglingur á milli vörumerkja tveggja „Four Seasons“ í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum er talinn hafa verið ástæðan fyrir einum skrautlegasta og umtalaðasta blaðamannafundi í manna minnum. Pistill eftir Jón Gunnarsson, samskiptastjóra Hugverkastofunnar.
Á þessum rafræna viðburð okkar sem var hluti af Nýsköpunarvikunni 2020 var fjallað á léttu nótunum um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaréttinda út frá fortíð og framtíð reiðhjólsins og hvernig þau geta stuðlað að framþróun og verðmætasköpun.
Hugverkastofan hefur opnað nýtt rafrænt form fyrir umsóknir um vörumerki. Nýja formið felur í sér ýmsar nýjungar, en því er ætlað að einfalda umsóknarferlið með betra viðmóti og aukinni upplýsingagjöf til umsækjenda.
Nú er hægt að sækja um alþjóðlega vörumerkjaskráningu hjá Alþjóðahugverkastofnuninni (e. World Intellectual Property Organization - WIPO) með milligöngu Hugverkastofunnar í 100% rafrænu ferli. Ferlið er pappírslaust, notendavænt og öruggt.
Vegna hertra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana verður móttaka Hugverkastofunnar að Engjateigi 3 lokuð tímabundið frá og með mánudeginum 5. október.
Við biðjum viðskiptavini vinsamlegast um að bóka tíma fyrirfram í gegnum heimasíðu Hugverkastofunnar, með því að senda tölvupóst til hugverk@hugverk.is eða hafa samband í síma 580 9400. Ekki er hægt að ábyrgjast að ráðgjöf sé veitt á staðnum sé tími ekki bókaður fyrirfram.
Ísland fellur um eitt sæti á nýsköpunarvísitölu Alþjóðahugverkastofnunarinnar (e. Global Innovation Index, GII) fyrir árið 2020. Ísland er nú í 21. sæti vísitölunnar.
Með hliðsjón af breyttum lögum um vörumerki nr. 47/1997 með lögum nr. 71/2020, sem gildi tóku í gær 1. september 2020, hefur ný reglugerð um skráningu vörumerkja o.fl. einnig litið dagsins ljós.
Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar hefur birt úrskurð í máli nr. 4/2018 þar sem úrskurði Hugverkastofunnar í andmælamáli nr. 9/2017, um að skráning merkisins Umami nr. V0100766 skyldi halda gildi sínu, er hrundið.
Miklar breytingar hafa átt sér stað í iðnaði og viðskiptum síðustu áratugi. Í dag byggjast verðmæti og tekjur fyrirtækja í æ meira mæli á hugverkum, hugviti og öðrum óáþreifanlegum verðmætum. En hver er þessi nýi raunveruleiki og hvaða þýðingu gæti hann haft fyrir Ísland? Pistill eftir Jón Gunnarsson, samskiptastjóra Hugverkastofunnar.
Með nýlega samþykktu frumvarpi til breytinga á vörumerkjalögunum eru ýmsar breytingar fyrirhugaðar. Til dæmis mun hið “þjála” hugtak stjórnsýsluleg niðurfelling heyra sögunni til. Í ljósi þess lítur Hanna Lilja Karlsdóttir, lögfræðingur og fagstjóri Hugverkastofunnar, aðeins yfir farinn veg.
Vörumerkjasérfræðingum og öðru áhugafólki um vörumerkjarétt hefur líklega svelgst á þegar fréttir bárust þess efnis að Hugverkastofa Evrópusambandsins (EUIPO) hefði fellt niður skráningu hamborgararisans með gyllta bogann á merkinu BIG MAC. En um hvað snýst málið og hverjar eru reglur um notkunarskyldu vörumerkja?
Vörumerkjagagnagrunnar geta veitt einstaka innsýn í stöðu markaða og nýsköpunar. En hvað geta skráð vörumerki á Íslandi sagt okkur um verðmætin á bakvið vinsælustu körfuboltadeild í heimi?
Þann 6. júlí 2020 bætist Chile (INAPI) í hóp þeirra ríkja sem aðild eiga að sérstöku samkomulagi um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna (e. Global Patent Prosecution Highway – GPPH).
Ársskýrsla Hugverkastofunnar er komin út en í fyrsta skiptið er skýrslan eingöngu á rafrænu formi.
Í skýrslunni er litið yfir viðburðarríkt starfsár en þar ber helst að nefna nafnbreytingu stofnunarinnar, en þann 1. júlí 2019 tók hún upp heitið Hugverkastofan í stað Einkaleyfastofan.
Feta, Camembert og íslenskt lambakjöt – allt eru þetta heiti sem við þekkjum vel. Það sem meira er, þessi heiti eru vernduð sem svokölluð afurðarheiti.
Ísland er í 12. sæti af 37 löndum í nýsköpun samkvæmt Evrópsku stigatöflunni um nýsköpun 2020 (European Innovation Scoreboard 2020 – EIS 2020) sem birt var nýlega.
Töluverðar breytingar munu eiga sér í lagaumhverfi vörumerkja hér á landi með gildistöku laga sem breyta ýmsum ákvæðum laga um vörumerki nr. 45/1997 þann 1. september næstkomandi.
Matur er ekki einungis lífsnauðsynleg næring heldur eru matvæli orðin hluti af upplifunariðnaði þar sem fyrirtæki og framleiðendur keppa um hylli viðskiptavina sem gera sífellt meiri kröfur um sjálfbærni, gæði og rekjanleika. Í þessari grein fer Nanna Helga Valfells yfir helstu leiðir og nokkur dæmi um verndun hugverka í matvælaiðnaði.
Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu Pup Cove ehf. um að skráning vörumerkisins INTEGRA INTERNATIONAL (orð- og myndmerki) í eigu Integra (International) Limited, verði felld úr gildi.
Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu Pup Cove ehf. um að skráning vörumerkisins INTEGRA (orðmerki) í eigu ONKYO KABUSHIKI KAISHA d/b/a ONKYO CORPORATION verði felld úr gildi.
Verðmætin í verndun hugverka er yfirskrift greinar sem birt er í Fréttablaðinu í dag eftir þær Borghildi Erlingsdóttur, forstjóra Hugverkastofunnar, Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, og Sigríði Mogensen, sviðsstjóra hugverkasviðs SI.
Aðilar sem stunda hugverkaglæpi (t.d. framleiðsla og sala á fölsuðum varning og ólögleg dreifing höfundaréttarvariðs efnis) eru einnig viðriðnir aðra alvarlega glæpi samkvæmt nýrri skýrslu EUROPOL og EUIPO sem birt var í dag.
Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu Organic Iceland ehf. um að skráning vörumerkisins ICE nr. 89/1998 (orðmerki) í eigu Gilmar S.p.A. verði felld úr gildi.
"Í óvissunni og umrótinu sem hafa einkennt heimsbyggðina síðustu mánuði felast ýmis tækifæri. Öll höfum við fylgst með því hvernig ástandið hefur kallað fram nýjar hugmyndir, flýtt fyrir margs konar þróun og kannski öðru fremur sýnt okkur hvers maðurinn er megnugur frammi fyrir bráðavanda." Pistill eftir Pétur Vilhjálmsson.
Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu Gentle Giants - Hvalaferðir ehf. um að skráning vörumerkisins Puffin Vodka nr. 462/2012 (orðmerki) í eigu Reykjavík Distillery ehf. verði felld úr gildi.
Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu Gentle Giants - Hvalaferðir ehf. um að skráning vörumerkisins Puffin Vodka nr. 461/2012 (orðmerki) í eigu Reykjavík Distillery ehf. verði felld úr gildi.
Í dag er haldið upp á Alþjóðahugverkadaginn um heim allan. Í ár er sérstaklega litið til hvernig nýsköpun og hugverkaréttindi geta skipt lykilmáli í því að finna lausnir á þeim umhverfisáskorunum sem við stöndum frammi fyrir.
Lítil aukning var í umfangi grænnar nýsköpunar á árinu 2019 þegar skoðaður er fjöldi alþjóðlegra einkaleyfaumsókna fyrir græna tækni. Forstjóri Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) kallar eftir nýsköpunarátaki til að berjast gegn loftlagsbreytingum.
Fjöldi umsókna um alþjóðlega skráningu hugverka jókst mikið á síðasta ári samkvæmt nýrri tölfræði Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO). Kína fór fram úr Bandaríkjunum í fjölda umsókna um alþjóðleg einkaleyfi í fyrsta skiptið og er nú helsti umsóknaraðilinn hjá WIPO.
Í kjölfar krísu geta leynst tækifæri, ekki síst þegar kemur að nýsköpun og uppfinningum. Liggur þú kannski á hugmynd sem getur verið einkaleyfishæf? Skemmtileg grein frá Sif Steingrímsdóttir, lögfræðingi Hugverkastofunnar.
Í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 og áhrifa hans á starfsemi lögaðila og einstaklinga hefur Hugverkastofan ákveðið að framlengja fresti til 4. maí 2020 vegna mála sem eru til meðferðar hjá stofnuninni.
Ný einkaleyfaleitarvél Hugverkastofunnar er komin í loftið. Vélin hefur svipaða virkni og fyrri einkaleyfaleitarvélin en byggir á nýjum gagnagrunni og hefur hraðari virkni.
Fjöldi íslenskra umsókna um evrópsk einkaleyfi jókst um 51,5% árið 2019 samanborið við árið á undan. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO).
Hugverkastofan kynnti þau starfstækifæri sem leynast í heimi hugverkaréttinda á Framadögum 2020 sem voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík þann 30. janúar.
Háskóli Íslands hefur undirritað samkomulag við Evrópsku einkaleyfastofuna (EPO) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um þátttöku í Pan-European Seal áætluninni.
Hugverkastofan verður lokuð milli jóla og nýárs. Síðasti opnunardagur fyrir jól er 20. desember en opnað verður að nýju fimmtudaginn 2. janúar kl. 10:00.
Árið 2018 var metfjöldi einkaleyfa, vörumerkja og hönnuna skráð í heiminum. Hlutur Asíu heldur áfram að aukast, en þaðan komu tveir þriðju einkaleyfaumsókna í heiminum.
Falsanir og brot á hugverkaréttindum er að finna í öllum löndum og í
alls konar iðnaði og viðskiptum en hver er hinn raunverulegi kostnaður
fyrir samfélagið?
Íslensk fyrirtæki sem leggja mikið upp úr hugverkaréttindum standa undir 39,6% af vergri landsframleiðslu og skapa 29,2% af öllum störfum hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslu EUIPO og EPO um atvinnugreinar sem leggja mikið upp úr hugverkaréttindum og efnahagsárangur í Evrópusambandinu.
Hugverkastofan mun taka þátt í vinnustofum og viðburðum tengdum frumkvöðlakeppninni Gullegginu sem hefst nú í september. Samningur þess efnis var undirritaður á dögunum af Borghildi Erlingsdóttur, forstjóra Hugverkastofunnar, og Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Ísland er í 20. sæti á nýsköpunarvísitölu Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO Global Innovation Index) fyrir árið 2019. Ísland féll um tíu sæti á vísitölunni í fyrra.
Ríkisstjórn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, heldur því fram að Kínverjar hafi í áranna rás stolið bandarískum hugverkum. Það er ein ástæða þess að Trump hefur hótað því að setja háa tolla, allt að 25%, á innfluttar vörur frá Kína náist ekki samningar á milli landanna. Pistill eftir Nönnu Helgu Valfells, þjónustustjóra.
Það virðist útbreiddur misskilningur að vörumerki eigi að gefa til kynna hvers konar vöru eða þjónustu það stendur fyrir. Þvert á móti er það svo að því minni tenging sem er á milli merkis og vöru eða þjónustu sem því er ætlað að auðkenna – því betra! Pistill eftir Sif Steingrímsdóttir.
26. mars 2019 samþykkti Evrópuþingið umdeilda tilskipun sem varðar notkun á höfundaréttarvörðu efni á internetinu sem margir telja muna gjörbreyta umhverfi internetsins, og þá sérstaklega meðal vefsíða sem reiða sig á höfundaréttarvarið efni í rekstri sínum eins og Facebook, Twitter, Instagram og Youtube. Pistill eftir Gunnar Sær Ragnarsson.
Í dag tók stofnuninn upp heitið Hugverkastofan. Lög um heiti Einkaleyfastofunnar voru samþykkt á Alþingi 2. maí síðastliðinn. Með nýju heiti gefst skýrari mynd af starfsemi stofnunarinnar og betur komið til móts við þarfir íslensks iðnaðar og viðskiptalífs.
Ákveðið hefur verið að framlengja samstarf við kínversku hugverkastofuna (China National Intellectual Property Administration - CNIPA) um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna, svokallað Patent Prosecution Highway (PPH)
Í skýrslunni kennir ýmissa grasa en þar er meðal annars fjallað um vörumerki knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, slagorðið Hakuna matata!, höfundaréttartilskipun ESB og hugverkaágreining Donald Trump og Kína.
Einkaleyfastofan var í þriðja sæti í flokki meðalstórra stofnana í könnuninni Stofnun ársins 2019. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar 15. maí síðastliðinn á Hilton Reykjavík Nordica að viðstöddu fjölmenni.
Vakin er athygli á því að nú geta viðskiptavinir Einkaleyfastofunnar skoðað greiðsluseðla sem þeim viðkoma og eru útgefnir af Einkaleyfastofunni á Ísland.is.
Í ELS tíðindum í dag er tilkynnt um skráningu 305 vörumerkja og hafa þá samtals verið skráð 886 vörumerki á árinu, samanborið við 682 á sama tíma í fyrra.
Einkaleyfastofunni berast reglulega ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum.
Þann 6. janúar 2019 bætist Perú (INDECOPI) í hóp þeirra ríkja sem aðild eiga að sérstöku samkomulagi um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna (e. Global Patent Prosecution Highway – GPPH).
Ísland fellur um tíu sæti á nýsköpunarmælikvarða Global Innovation Index 2018 sem er unnin af WIPO, en hún tekur saman og raðar nýsköpunargetu og -árangri aðildarríkja stofnunarinnar.
Í skýrslunni er farið yfir starfsemi stofnunarinnar á árinu auk þess sem fjallað er um hugverk og hugverkaréttindi á Íslandi og erlendis út frá ýmsum sjónarhornum.
Einkaleyfastofan vekur athygli á því að þann 1. júlí sl.tóku gildi breytingar á gildandi reglugerð um einkaleyfi nr. 477/2012 með reglugerð nr. 655/2018.
"Hugverk og hugverkavernd eru lykilhlekkir í nýsköpunarkeðjunni og allt frá hugmynd að vöru á markaði skiptir stjórnun hugverka höfuðmáli," segir Borghildur Erlingsdóttir forstjóri Einkaleyfastofunnar í sérblaði um nýsköpun sem fylgir Fréttablaðinu í dag.
Til að veita öllu starfsfólki Einkaleyfastofunnar kost á að horfa á leik Íslands gegn Nígeríu á heimsmeistarakeppninni í fótbolta mun stofnunin loka snemma föstudaginn 22. júní
Bretar hafa fullgilt alþjóðlegan samning um stofnun samræmds einkaleyfadómstóls (e. Unified Patent Court Agreement) en þar með er stórt skref stigið í átt að sameiginlegu evrópsku einkaleyfi (e. unitary patent).
Við innleiðingu auglýsingar nr. 1094/2017, sem tók gildi þann 1. janúar sl., urðu þau leiðu mistök í skrá um flokkun vöru og þjónustu, sbr. fylgiskjal, að í stað orðsins „molta“ í flokki 1 var orðið „rotmassi“ notað og í flokki 7 féll niður orðalagið „þó ekki í landfarartæki“ á tveimur stöðum í stað þess að eingöngu svigar væru felldir brott.
Þann 6. janúar 2018 bætist Visegrad Patent Institute (VPI) í hóp þeirra ríkja sem aðild eiga að sérstöku samkomulagi um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna.
Þann 1. október sl., gengu í gildi breytingar á reglum Evrópsku hugverkastofunnar EUIPO, varðandi það hverjum heimilt er að koma fram sem umboðsmenn í hönnunarmálum gagnvart stofnuninni.