Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu Organic Iceland ehf. um að skráning vörumerkisins ICE nr. 89/1998 (orðmerki) í eigu Gilmar S.p.A. verði felld úr gildi.

Úrskurðir

Hugverkastofan tekur nú á móti öllum gögnum rafrænt, þ.e. í gegnum rafræn umsóknarkerfi eða með tölvupósti, eftir því sem við á.

Þjónusta

ELS Tíðindi

Maí tölublað ELS-tíðinda er komið út

ELS tíðindi

Móttaka Hugverkastofunnar, að Engjateigi 3, mun opna aftur mánudaginn 18. maí eftir að hafa verið lokuð tímabundið vegna COVID-19 faraldursins.

Þjónusta

Allir reikningar frá Hugverkastofunni eru orðnir rafrænir og gildir það frá og með 1.maí

Þjónusta

Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu Gentle Giants - Hvalaferðir ehf. um að skráning vörumerkisins Puffin Vodka nr. 462/2012 (orðmerki) í eigu Reykjavík Distillery ehf. verði felld úr gildi.

Úrskurðir

Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu Gentle Giants - Hvalaferðir ehf. um að skráning vörumerkisins Puffin Vodka nr. 461/2012 (orðmerki) í eigu Reykjavík Distillery ehf. verði felld úr gildi.

Úrskurðir

Pistill forstjóra Hugverkastofunnar í tilefni Alþjóðahugverkadagsins 2020.

Pistlar

Í dag er haldið upp á Alþjóðahugverkadaginn um heim allan. Í ár er sérstaklega litið til hvernig nýsköpun og hugverkaréttindi geta skipt lykilmáli í því að finna lausnir á þeim umhverfisáskorunum sem við stöndum frammi fyrir.

Hugverkaréttindi Alþjóðlegt samstarf

Lítil aukning var í umfangi grænnar nýsköpunar á árinu 2019 þegar skoðaður er fjöldi alþjóðlegra einkaleyfaumsókna fyrir græna tækni. Forstjóri Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) kallar eftir nýsköpunarátaki til að berjast gegn loftlagsbreytingum.

Tölfræði Alþjóðlegt samstarf

Ný reglugerð um gjöld

Ný reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl. tekur gildi 1. maí 2020.

Lög og reglur

Fjöldi umsókna um alþjóðlega skráningu hugverka jókst mikið á síðasta ári samkvæmt nýrri tölfræði Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO). Kína fór fram úr Bandaríkjunum í fjölda umsókna um alþjóðleg einkaleyfi í fyrsta skiptið og er nú helsti umsóknaraðilinn hjá WIPO.

Tölfræði

Í kjölfar krísu geta leynst tækifæri, ekki síst þegar kemur að nýsköpun og uppfinningum. Liggur þú kannski á hugmynd sem getur verið einkaleyfishæf? Skemmtileg grein frá Sif Steingrímsdóttir, lögfræðingi Hugverkastofunnar.

Pistlar

ELS Tíðindi

Apríl tölublað ELS-tíðinda er komið út.

ELS tíðindi

Notendur eru varaðir við fölsuðum greiðslubeiðnum frá Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO).

Þjónusta

Mikil aukning var á fjölda vörumerkjaskráninga fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við síðustu tvö ár samkvæmt nýrri tölfræði Hugverkastofunnar.

Tölfræði

Í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 og áhrifa hans á starfsemi lögaðila og einstaklinga hefur Hugverkastofan ákveðið að framlengja fresti til 4. maí 2020 vegna mála sem eru til meðferðar hjá stofnuninni.

Þjónusta

Ný einkaleyfaleitarvél Hugverkastofunnar er komin í loftið. Vélin hefur svipaða virkni og fyrri einkaleyfaleitarvélin en byggir á nýjum gagnagrunni og hefur hraðari virkni.

Þjónusta

Fjöldi íslenskra umsókna um evrópsk einkaleyfi jókst um 51,5% árið 2019 samanborið við árið á undan. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO).

Tölfræði

ELS Tíðindi

Mars tölublað ELS-tíðinda er komið út.

ELS tíðindi

Vegna COVID-19 faraldursins verður móttaka Hugverkastofunnar að Engjateigi 3 lokuð tímabundið frá og með mánudeginum 16. mars 2020.  

Þjónusta

Hugverkastofan beinir þeim tilmælum til viðskiptavina að nýta sér fjarþjónustu stofnunarinnar

Ný reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl. tekur gildi 1. maí 2020.

Lög og reglur

Umsóknir íslenskra aðila um skráningu hugverka hér á landi fækkaði nokkuð árið 2019 miðað við árið á undan samkvæmt nýrri tölfræði Hugverkastofunnar.

Tölfræði

Vegna tæknilegra örðugleika hefur tímabundið verið slökkt á einkaleyfaleitarvél Hugverkastofunnar. 

Þjónusta

ELS Tíðindi

Febrúar tölublað ELS-tíðinda er komið út. Eintakið má nálgast rafrænt hér.

ELS tíðindi

Lokað vegna óveðurs

Hugverkastofan verður lokuð á morgun, föstudag, vegna væntanlegs óveðurs.

Þjónusta Hugverkastofan

Hugverkastofan mun loka klukkan 13 á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna fræðsludags starfsfólks Hugverkastofunnar.

Í dag, 31. janúar, gengur Bretland úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. En hvaða áhrif mun það hafa á eigendur hugverka á Íslandi?

Hugverkaréttindi

Hugverkastofan kynnti þau starfstækifæri sem leynast í heimi hugverkaréttinda á Framadögum 2020 sem voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík þann 30. janúar.

Viðburðir

Háskóli Íslands hefur undirritað samkomulag við Evrópsku einkaleyfastofuna (EPO) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um þátttöku í Pan-European Seal áætluninni. 

 

Nýsköpun

ELS Tíðindi

Janúar tölublað ELS-tíðinda er komið út.

ELS tíðindi

ELS Tíðindi

Desember tölublað ELS-tíðinda er komið út. Athygli er vakin á að Hugverkastofan tók í notkun nýja einkaleyfaskrá 1. desember sl.

ELS tíðindi

Hugverkastofan mun loka snemma í dag vegna væntanlegs óveðurs.

Þjónusta Hugverkastofan

Ný auglýsing um flokkun vöru og þjónustu, sem mun taka gildi þann 1. janúar 2020, hefur verið birt á vefsíðu Stjórnartíðinda.

Lög og reglur

Jól og áramót

Hugverkastofan verður lokuð milli jóla og nýárs. Síðasti opnunardagur fyrir jól er 20. desember en opnað verður að nýju fimmtudaginn 2. janúar kl. 10:00.

Hugverkastofan

Lokar klukkan 13 í dag

Hugverkastofan mun loka klukkan 13 í dag, miðvikudaginn 20. nóvember, vegna fræðsludags starfsfólks.

Þjónusta

ELS Tíðindi

Nóvember tölublað ELS-tíðinda er komið út

ELS tíðindi

Dufl er sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins í ár fyrir hugmynd að nýrri tegund áreiðanlegs staðsetningarbúnaðar á sjó.

Samstarf

Árið 2018 var metfjöldi einkaleyfa, vörumerkja og hönnuna skráð í heiminum. Hlutur Asíu heldur áfram að aukast, en þaðan komu tveir þriðju einkaleyfaumsókna í heiminum.

Tölfræði Hugverkaréttindi Alþjóðlegt samstarf

ELS Tíðindi

Október tölublað ELS-tíðinda er komið út

ELS tíðindi

Íslensk fyrirtæki sem leggja mikið upp úr hugverkaréttindum standa undir 39,6% af vergri landsframleiðslu og skapa 29,2% af öllum störfum hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslu EUIPO og EPO um atvinnugreinar sem leggja mikið upp úr hugverkaréttindum og efnahagsárangur í Evrópusambandinu.

ELS Tíðindi

September tölublað ELS-tíðinda er komið út

ELS tíðindi

Hugverkastofan mun taka þátt í vinnustofum og viðburðum tengdum frumkvöðlakeppninni Gullegginu sem hefst nú í september. Samningur þess efnis var undirritaður á dögunum af Borghildi Erlingsdóttur, forstjóra Hugverkastofunnar, og Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandic Startups.

Samstarf Nýsköpun

Ágúst tölublað ELS-tíðinda er komið út.

ELS tíðindi

Ísland er í 20. sæti á nýsköpunarvísitölu Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO Global Innovation Index) fyrir árið 2019. Ísland féll um tíu sæti á vísitölunni í fyrra.

Nýsköpun

Júlí tölublað ELS-tíðinda er komið út.

ELS tíðindi

Við erum Hugverkastofan

Í dag tók stofnuninn upp heitið Hugverkastofan. Lög um heiti Einkaleyfastofunnar voru samþykkt á Alþingi 2. maí síðastliðinn. Með nýju heiti gefst skýrari mynd af starfsemi stofnunarinnar og betur komið til móts við þarfir íslensks iðnaðar og viðskiptalífs.

Hugverkastofan

Ákveðið hefur verið að framlengja samstarf við kínversku hugverkastofuna (China National Intellectual Property Administration - CNIPA) um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna, svokallað Patent Prosecution Highway (PPH)

Samstarf Einkaleyfi

Í skýrslunni kennir ýmissa grasa en þar er meðal annars fjallað um vörumerki knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, slagorðið Hakuna matata!, höfundaréttartilskipun ESB og hugverkaágreining Donald Trump og Kína.

 

Skýrslur Hugverkastofan

Júní tölublað ELS-tíðinda er komið út

ELS tíðindi

Einkaleyfastofan var í þriðja sæti í flokki meðalstórra stofnana í könnuninni Stofnun ársins 2019. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar 15. maí síðastliðinn á Hilton Reykjavík Nordica að viðstöddu fjölmenni.

Hugverkastofan

Maí tölublað ELS-tíðinda er komið út

ELS tíðindi

Þann 1. júlí næstkomandi mun stofnunin taka upp heitið Hugverkastofan.

Hugverkastofan

Eintak má nálgast rafrænt á vef Hugverkastofunnar.

ELS tíðindi

Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar, var í síðustu viku kosin varaformaður framkvæmdaráðs Evrópsku Einkaleyfastofunnar (EPO).

Vakin er athygli á því að nú geta viðskiptavinir Einkaleyfastofunnar skoðað greiðsluseðla sem þeim viðkoma og eru útgefnir af Einkaleyfastofunni á Ísland.is.

Í ELS tíðindum í dag er tilkynnt um skráningu 305 vörumerkja og hafa þá samtals verið skráð 886 vörumerki á árinu, samanborið við 682 á sama tíma í fyrra.

ELS tíðindi

Eintakið má nálgast rafrænt á vef Hugverkastofunnar.

ELS tíðindi

Einkaleyfastofunni berast reglulega ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum.

Eintakið má nálgast rafrænt á vef Hugverkastofunnar.

ELS tíðindi

Þann 6. janúar 2019 bætist Perú (INDECOPI) í hóp þeirra ríkja sem aðild eiga að sérstöku samkomulagi um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna (e. Global Patent Prosecution Highway – GPPH). 

Einkaleyfi

Einkaleyfastofan hefur tekið upp nýtt form úrskurða/ákvarðana í málum vegna andmæla og krafa um ógildingu/niðurfellingu á skráðum réttindum.

Lög og reglur

Ný auglýsing um flokkun vöru og þjónustu, sem taka mun gildi þann 1. janúar 2019, hefur verið birt á vefsíðu Stjórnartíðinda.

 

Lög og reglur

Jól og áramót

Einkaleyfastofan verður lokuð milli jóla og nýárs.

Breyttur tími símsvörunar

Frá og með 3. desember nk. verður tími símsvörunar á Einkaleyfastofunni samræmdur opnunartíma skrifstofunnar.

Þjónusta

Einkaleyfastofan verður lokuð dagana 4.-8. október næstkomandi vegna fræðsluferðar starfsmanna.

Ísland fellur um tíu sæti á nýsköpunarmælikvarða Global Innovation Index 2018 sem er unnin af WIPO, en hún tekur saman og raðar nýsköpunargetu og -árangri aðildarríkja stofnunarinnar.

Í skýrslunni er farið yfir starfsemi stofnunarinnar á árinu auk þess sem fjallað er um hugverk og hugverkaréttindi á Íslandi og erlendis út frá ýmsum sjónarhornum.

Skýrslur Hugverkastofan

Einkaleyfastofan vekur athygli á því að þann 1. júlí sl.tóku gildi breytingar á gildandi reglugerð um einkaleyfi nr. 477/2012 með reglugerð nr. 655/2018.

Lög og reglur

"Hugverk og hugverkavernd eru lykilhlekkir í nýsköpunarkeðjunni og allt frá hugmynd að vöru á markaði skiptir stjórnun hugverka höfuðmáli," segir Borghildur Erlingsdóttir forstjóri Einkaleyfastofunnar í sérblaði um nýsköpun sem fylgir Fréttablaðinu í dag.

Til að veita öllu starfsfólki Einkaleyfastofunnar kost á að horfa á leik Íslands gegn Nígeríu á heimsmeistarakeppninni í fótbolta mun stofnunin loka snemma föstudaginn 22. júní

Einkaleyfastofan vekur athygli á því að þann 1. júní sl. tóku gildi breytingar á gildandi reglugerð um gjöld með reglugerð nr. 569/2018.

Lög og reglur

Þann 8. maí sl. voru samþykkt lög á Alþingi um breytingu á lögum um einkaleyfi sem taka gildi 1. júní næstkomandi.

Lög og reglur

Bretar hafa fullgilt alþjóðlegan samning um stofnun samræmds einkaleyfadómstóls (e. Unified Patent Court Agreement) en þar með er stórt skref stigið í átt að sameiginlegu evrópsku einkaleyfi (e. unitary patent).

Vefur Einkaleyfastofunnar mun liggja niðri um tíma eftir kl. 18.00 á morgun, 28. mars, vegna viðhalds og uppfærslu.

Um 166 þúsund einkaleyfaumsókna voru lagðar fram til Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) árið 2017 sem er metfjöldi samkvæmt tilkynningu frá EPO.

Við innleiðingu auglýsingar nr. 1094/2017, sem tók gildi þann 1. janúar sl., urðu þau leiðu mistök í skrá um flokkun vöru og þjónustu, sbr. fylgiskjal, að í stað orðsins „molta“ í flokki 1 var orðið „rotmassi“ notað og í flokki 7 féll niður orðalagið „þó ekki í landfarartæki“ á tveimur stöðum í stað þess að eingöngu svigar væru felldir brott.

Frá og með 1. apríl 2018 mun Einkaleyfastofan gera þá breytingu að vottorð verða eingöngu gefin út rafrænt.

Einkaleyfastofan verður lokuð til kl. 13:00 mánudaginn 12. febrúar vegna námskeiðs.

Vegna uppfærslu í kerfi Einkaleyfastofunnar liggur einkaleyfaleit heimasíðunnar niðri.

 

Þann 12. febrúar nk. mun Einkaleyfastofan í samstarfi við Alþjóðahugverkastofnunina, WIPO, standa fyrir námskeiði um alþjóðlega skráningu vörumerkja.

Einkaleyfastofan verður lokuð fimmtudaginn 1. febrúar vegna stefnumótunarvinnu.

Þann 6. janúar 2018 bætist Visegrad Patent Institute (VPI) í hóp þeirra ríkja sem aðild eiga að sérstöku samkomulagi um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna.

Ný auglýsing um flokkun vöru og þjónustu, sem taka mun gildi þann 1. janúar 2018, hefur verið birt á vefsíðu Stjórnartíðinda.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarp til breytinga á lögum nr. 17/1991 um einkaleyfi.

Lög og reglur

Opnunartími í desember

Einkaleyfastofan vekur athygli viðskiptavina á opnunartíma yfir hátíðirnar:

 

Þann 1. október sl., gengu í gildi breytingar á reglum Evrópsku hugverkastofunnar EUIPO, varðandi það hverjum heimilt er að koma fram sem umboðsmenn í hönnunarmálum gagnvart stofnuninni.

Þann 15. september nk. mun Einkaleyfastofan innleiða breytta framkvæmd við mat á sérkenni og aðgreiningarhæfi vörumerkja.