Gríðarleg tækniþróun hefur átt sér stað á sviði reiðhjólsins síðan það kom fyrst fram á sjónarsviðið um miðja 19. öld. En hvert var hlutverk nýsköpunar og hugverkaréttinda í því ferli? Hvert verður það fyrir komandi tækniþróun?

Á þessum rafræna viðburð okkar í samstarfi við Lauf Cycling og Auðna Tæknitorg frá 7. október 2020 var fjallað á léttu nótunum um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaréttinda út frá fortíð og framtíð reiðhjólsins og hvernig þau geta stuðlað að framþróun og verðmætasköpun. Fundurinn var hluti af Nýsköpunarvikunni 2020 sem var haldin í fyrsta sinn.

Á fundinum fór Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Hugverkastofunnar, yfir hvernig saga reiðhjólsins er samofin sögu nýsköpunar og hugverkaréttinda. Með því að skyggnast í einkaleyfaskjöl síðustu 200 ára kemur í ljós að hugverkaréttindi hafa spilað lykilhlutverk í þessari þróun sem er ennþá í fullum gangi.

Í erindi sínu fór Benedikt Skúlason, forstjóri og stofnandi Lauf Cycling, yfir nýsköpunarsögu fyrirtækisins en árangur þess er að miklu leyti byggður á réttri verndun og hagnýtingu hugverka.

Einar Mantyla, framkvæmdastjóri Auðna Tæknitorgs, fór því næst yfir stofnun og starfsemi Auðnu, en með tilkomu tækniyfirfærslu skrifstofu hér á landi hafa aðilar í rannsóknar- og þróunarstarfi aukin tækifæri til að hagnýta sér nýsköpun og skapa verðmæti.

Að lokum fóru fram léttar umræður með Borghildi Erlingsdóttur, forstjóra Hugverkastofunnar. 

Hægt er að finna upptökuna af rafræna viðburðinum í hlekknum hér fyrir neðan.

Að finna upp hjólið: Nýsköpun og hugverk

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email