Fjarþjónusta Hugverkastofunnar  

Hugverkastofan beinir þeim tilmælum til viðskiptavina að nýta sér fjarþjónustu stofnunarinnar vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu vegna COVID-19 en stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarstigi. Er þetta gert með velferð viðskiptavina og starfsfólks að leiðarljósi. 

 Þær þjónustuleiðir sem við bendum á eru: 

  • Heimasíða: Alltaf er  hægt að senda inn umsóknir rafrænt,  bóka rafræna þjónustu og  
    ráðgjöf og fá svör við flestum hugverkatengdum spurningum á heimasíðu okkar  
    www.hugverk.is. 

  • Tölvupóstur: Fyrirspurnum sem sendar eru á hugverk@hugverk.is er svarað eins fljótt og auðið er. 

  • Símsvörun: Opið er fyrir þjónustu og ráðgjöf í síma frá kl. 10-15 alla virka daga.  

  • Netspjall: Opið er fyrir þjónustu og ráðgjöf í netspjalli frá kl. 10-15 alla virka daga og hægt er að skilja eftir skilaboð allan sólarhringinn.  

  • Bréfpóstur: Ef ekki er unnt að nota rafræn samskipti eða hringja er hægt að senda bréf í pósti til Hugverkastofunnar Engjateigi 3, 105 Reykjavík.  

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email