Hugverkastofan mun taka þátt í vinnustofum og viðburðum tengdum frumkvöðlakeppninni Gullegginu sem hefst nú í september. Samningur þess efnis var undirritaður á dögunum af Borghildi Erlingsdóttur, forstjóra Hugverkastofunnar, og Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandic Startups.

Samningurinn felur í sér að sérfræðingar Hugverkastofunnar miðli þekkingu sinni á viðburðum keppninnar og verði liðum Gulleggsins innan handar til að aðstoða þau við að vernda hugverk sín. Hugverkastofan mun einnig eiga sæti í lokadómnefnd Gulleggsins.

Þetta er í þriðja sinn sem Hugverkastofan, áður Einkaleyfastofan, er samstarfsaðili Gulleggsins en meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir unga frumkvöðla til að öðlast þjálfun og reynslu í að móta nýjar viðskiptahugmyndir og reka fyrirtæki.

Nánari upplýsingar um Gulleggið er hægt að finna á heimasíðu keppninnar, https://www.gulleggid.is/.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email