Í dag er haldið upp á Alþjóðahugverkadaginn um heim allan. Í ár er sérstaklega litið til hvernig nýsköpun og hugverkaréttindi geta skipt lykilmáli í því að finna lausnir á þeim umhverfisáskorunum sem við stöndum frammi.

Hugverk og hugverkaréttindi geta skipt lykilmáli fyrir græna nýsköpun og baráttuna gegn loftlagsbreytingum.

Mynd

Græn hugverk eru auðlind

Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins skrifar Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar, um það hvernig hugverkaréttindi og græn nýsköpun geta verið undirstaða sjálfbærrar verðmætasköpunar hér á landi.

Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi.  Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. 

Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar.

Pistillinn í heild sinni.

Video file

Meira um Alþjóðahugverkadaginn

Á heimasíðu WIPO er hægt að fræðast um hinar ýmsu hliðar grænna hugverka og nýsköpunar í tilefni dagsins.

Nýsköpun fyrir græna framtíð (Innovate for a Green Future)

Vilt þú leggja þitt að mörkum? Skrifaðu undir áheit Alþjóðahugverkadagsins!

Skrifa undir

Ný tölfræði WIPO sýnir að lítil aukning var á grænni nýsköpun síðustu ár. 

WIPO kallar eftir átaki í grænni nýsköpun

Ertu þú með græna tæknilausn? Ertu að leita að samstarfsaðila?

WIPO Green: Gagnagrunnur WIPO fyrir sjálfbærar tæknilausnir

Fylgstu með #WorldIPDay á samfélagsmiðlum

Mynd

Fylgstu með:

Facebook   Twitter   Instagram   LinkedIn

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email