Lítil aukning var í umfangi grænnar nýsköpunar á árinu 2019 þegar skoðaður er fjöldi alþjóðlegra einkaleyfaumsókna fyrir græna tækni. Forstjóri Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) kallar eftir nýsköpunarátaki til að berjast gegn loftlagsbreytingum.

Video file

Tölfræðin var gefin út nýlega af WIPO í tilefni af Alþjóðahugverkadeginum sem haldið eru upp á um heim allan 26. apríl ár hvert. Greining WIPO sýndi að lítil aukning var á fjölda alþjóðlegra einkaleyfaumsókna í fjórum flokkum sem tengjast umhverfisvænni orku:

  • Endurnýjanleg orka
  • Orkusparandi tækni
  • Vistvænar samgöngur
  • Kjarnorku

Fjöldi einkaleyfaumsókna er oft notaður sem mælikvarði á umfang nýsköpunar. Samkvæmt tölfræði WIPO jókst fjöldi alþjóðlegra einkaleyaumsókna í þessum flokkum aðeins um 1,3% milli ára. 16.940 umsóknir bárust WIPO árið 2019 sem er minna en þegar mesta fjölda í þessum flokkum var náð árið 2016 þegar 17.880 umsóknir bárust WIPO.

Frekari upplýsingar má finna á vef WIPO.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email