Apríl tölublað Hugverkatíðinda má nálgast rafrænt hér.

Í Hugverkatíðindum í dag má finna auglýsingu 57 landsbundinna vörumerkja ásamt 145 alþjóðlegum birtingum. 
Þar að auki má finna sér kafla þar sem birt eru félaga og gæðamerki.
Fyrstu merkin sem birt eru með hreyfingu og hljóðskrá má finna í tíðindunum ásamt hlekk í vörumerkjaleitarvél þar sem spila má skrárnar.

Elsta íslenska vörumerkið sem er auglýst endurnýjað að þessu sinni er merkið Gróðrarstöðin Mörk frá árinu 1980 sem þó hóf starfsemi þrettán árum fyrr. Það að sótt sé um skráningu vörumerkja svo löngu eftir að notkun hefst er ekki óvanalegt og hefur raunar verið töluvert um það á allra síðustu mánuðum að þekkt og rótgróin merki hafi ratað á borð Hugverkastofunnar eftir áralanga notkun.

Ein landsbundin hönnunarskráning er í blaðinu að þessu sinni ásamt 16 alþjóðlegum skráningum.

Skrá á póstlista fyrir Hugverkatíðindi

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email