Þá er ársskýrsla Einkaleyfastofunnar fyrir árið 2018 komin út!

Þetta verður síðasta ársskýrsla Einkaleyfastofunnar en mánudaginn 1. júlí næstkomandi skiptum við um nafn og tökum upp heitið Hugverkastofan.

Í skýrslunni kennir ýmissa grasa en þar er meðal annars fjallað um vörumerki knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, slagorðið Hakuna matata!, höfundaréttartilskipun ESB og hugverkaágreining Donald Trump og Kína.

Þar að auki verður farið yfir starfsemina á árinu, nýja stefnu sem tók gildi á árinu og svo auðvitað nafnbreytinguna sem er framundan.
Skýrsluna er hægt að nálgast hér.