Ársskýrsla Hugverkastofunnar er komin út en í fyrsta skipti er skýrslan eingöngu gefin út á rafrænu formi.

Í skýrslunni er farið yfir starfsemi Hugverkastofunnar og viðburðarríkt starfsár. Þar ber helst að nefna nafnbreytingu stofnunarinnar, en þann 1. júlí 2019 tók hún upp heitið Hugverkastofan í stað Einkaleyfastofan.

Skýrslan inniheldur einnig fjölmarga pistla eftir starfsfólk Hugverkastofunnar um hugverkatengd málefni. Þar kennir ýmissa grasa, t.d. er fjallað um hugverk í matvælaiðnaði, vörumerki NBA, Big Mac hamborgara og íslensku sauðkindina svo eitthvað sé nefnt.

Framsetning á tölfræði tengdri hugverkum og hugverkaskráningum verður einnig með nýju sniði. Auk þess að vera ítarlegri verður tölfræði í fyrsta skiptið sett fram á gagnvirkan hátt sem veitir einstaka innsýn í heim hugverka og stöðu nýsköpunar hér á landi.

Hægt er að lesa skýrsluna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Ársskýrsla Hugverkastofunnar 2019

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email