Athygli er vakin á því að þann 30. september n.k. rennur út frestur til þess að breyta alþjóðlegum skráningum, sem tilnefna Evrópusambandið og þar með Bretland og voru enn til meðferðar hjá Evrópsku hugverkastofunni (EUIPO) þann 1. janúar sl., í landsbundnar umsóknir í Bretlandi. Ef ætlunin er að láta slíka skráningu einnig ná til Bretlands þarf fyrir þann tíma að leggja inn landsbundna umsókn hjá Hugverkastofu Bretlands (UKIPO) svo dagsetning tilnefningar haldist óbreytt.

 

Nánari upplýsingar um ferlið má finna á vefsíðu WIPO og vefsíðu UKIPO.

Image
Mynd
Margrét Hjálmarsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Position
Yfirlögfræðingur
E-Mail
@email