Nýtt ákvæði 4. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 850/2020 um umsóknir og skráningu vörumerkja tók gildi þann 1. apríl sl. Með ákvæðinu var innleitt það nýmæli að verndarumfang merkis sem sótt er um og það skráð í svart/hvítu eða grátóna lit afmarkast af þeim litum sem fram koma í umsókn. Er þar með horfið frá fyrri túlkun um að merki í svart/hvítu eða grátóna nái til hvaða litasamsetningar sem er. Breytt túlkun á verndarumfangi svart/hvítra eða grátóna merkja er þó ekki afturvirk og tekur vernd svart/hvítra eða grátóna merkja sem sótt var um til og með 31. mars 2021 því til allra mögulegra lita.

Viðmið við mat á skráningarhæfi, þegar reynir á merki annars vegar í svart/hvítu eða grátóna og hins vegar í lit, er að merki teljist vera eins ef litamunurinn á þeim er óverulegur. Það telst óverulegur munur ef athugull neytandi veitir muninum einungis eftirtekt þegar merkin eru borin saman hlið við hlið. Merki eru ekki talin eins þegar munurinn er það mikill að hinn almenni neytandi myndi að öllum líkindum taka eftir honum. Annað mat á líkindum merkja fellur ekki hér undir. 

Eftirtalin merki eru tilbúin dæmi sem sýna fram á óverulegan mun á milli merkja, þ.e. merkin eru talin vera eins:

 

 

Eftirtalin merki eru tilbúin dæmi sem sýna fram á marktækan mun á milli merkja, þ.e. merkin eru ekki eins:

Ruglingshætta við eldri réttindi

Sjónarmið varðandi svart/hvít eða grátóna merki koma til skoðunar við mat á ruglingshættu milli merkja eða milli merkis og annarra réttinda þegar það á við samkvæmt 14. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki (vml.). 

Ef eldra merki er svart/hvítt eða grátóna og það er eins og merki sem síðar er sótt um í lit er ruglingshætta til staðar ef: 

  • verndarumfang eldra merkis ákvarðast af fyrri túlkun; 
  • verndarumfang eldra merkis ákvarðast af gildandi túlkun ef litamunurinn er óverulegur. 
     

Notkun, þ.e. raunveruleg notkun skv. 25. gr.

Í 2. mgr. 25. gr. vml. er fjallað um raunverulega notkun vörumerkis.

Notkun á merki í lit þó það sé skráð í svart/hvítu eða grátóna telst vera raunveruleg notkun á hinu skráða merki ef: 

  • orð eða myndhlutar eru samsvarandi (nánast eins) og þeir eru mest sérkennandi þættir merkisins (e. the word/figurative elements coincide and are the main distinctive elements);
  • tekið er tillit til andstæðra litbrigða merkisins (e. the contrast of shades is respected);
  • liturinn eða litasamsetningin sjálf hefur ekki sérkenni (e. colour or combination of colours does not have distinctive character in itself);
  • Litur er ekki einn af aðalþáttunum í sérkenni merkisins í heild (e. colour is not one of the main contributors to the overall distinctiveness of the mark).

Í merkinu hér að neðan til vinstri má segja að sérkenni merkisins stafi af litum þess eða litasamsetningu og gerir það eiganda merkisins í lit erfitt fyrir að sýna fram á raunverulega notkun ef merkið er aðeins notað í svart/hvítu.

Dæmið sýnir að litabreytingar geta við vissar aðstæður breytt sérkenni vörumerkja, þannig að notkun vörumerkis í öðrum lit en þeim sem merkið er skráð í getur orðið til þess að notkunin teljist ekki til raunverulegrar notkunar.

Image
Mynd
Margrét Hjálmarsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Position
Yfirlögfræðingur
E-Mail
@email