Einkaleyfastofan vekur athygli á því að þann 1. júní sl. tóku gildi breytingar á gildandi reglugerð um gjöld með reglugerð nr. 569/2018. Gerðirnar má nálgast hér.

Með reglugerðinni er eftirfarandi gjöldum bætt við í samræmi við lög nr. 40/2018 um breytingar á lögum um einkaleyfi nr. 17/1991:

  • fyrir leiðréttingu á kröfum einkaleyfis og endurútgáfu, kr. 27.600, verður 5. tl. 4. gr. rgl.,
  • fyrir framlengingu á viðbótarvottorði, kr. 47.800, verður 2. tl. 1. mgr. 6. gr. rgl.,
  • fyrir tilkynningu um andmæli gegn einkaleyfi, kr. 41.400, verður 7. gr. a. rgl.

Önnur gjöld taka ekki breytingum að þessu sinni.