Frá og með 1. apríl 2018 mun Einkaleyfastofan gera þá breytingu að vottorð verða eingöngu gefin út rafrænt. Á þetta við um:

  • Vottorð vegna breytinga, s.s. vegna aðilaskipta, nytjaleyfa, veðsetninga, breytinga á nafni eða heimilisfangi umsækjanda eða breytingar varðandi umboðsmann.
  • Vottorð vegna endurnýjunar vörumerkis.

 

Athugið að ef vottorð telur fleiri en eina blaðsíðu þá er merki Einkaleyfastofunnar einungis á fyrstu síðunni.

Útgáfa staðfestra vottorða, forgangsréttarskjala og skráningarskírteina verður áfram með óbreyttu sniði.

Þessar breytingar eru í takt við aukna áherslu Einkaleyfastofunnar á rafræna þjónustu og vonast til þess að þær falli vel að þörfum viðskiptavina.