Vegna COVID-19 faraldursins verður móttaka Hugverkastofunnar að Engjateigi 3 lokuð tímabundið frá og með mánudeginum 16. mars 2020.
Við bendum viðskiptavinum Hugverkastofunnar á fjarþjónustu stofnunarinnar:
- Heimasíða: Hægt er að senda inn umsóknir rafrænt, bóka rafræna þjónustu og fá svör við flestum hugverkatengdum spurningum á heimasíðu okkar www.hugverk.is. Þær tegundir umsókna sem ekki er hægt að leggja inn rafrænt má senda á útfylltum eyðublöðum á netfangið hugverk@hugverk.is.
- Tölvupóstur: Fyrirspurnum sem sendar eru á hugverk@hugverk.is er svarað eins fljótt og auðið er.
- Símsvörun: Opið er fyrir þjónustu og leiðbeiningar í síma 580 9400 frá kl. 10-15 alla virka daga.
- Netspjall: Opið er fyrir þjónustu og leiðbeiningar í netspjalli frá kl. 10-15 alla virka daga og hægt er að skilja eftir skilaboð allan sólarhringinn.
- Bréfpóstur: Ef ekki er unnt að nota rafræn samskipti eða hringja er hægt að senda bréf í pósti til Hugverkastofunnar Engjateigi 3, 105 Reykjavík.
Frekari upplýsingar má finna á upplýsingasíðu Hugverkastofunnar um aðgerðir vegna COVID-19.