Desember tölublað Hugverkatíðinda er komið út og má nálgast rafrænt hér.

Í tíðindum mánaðarins má finna skráningu og auglýsingu 83 landsbundinna vörumerkja ásamt 145 alþjóðlegum birtingum. Meðal landsbundinna vörumerkja sem birt eru í þetta sinn má nefna orð- og myndmerki í eigu Hreyfingar og orðmerkin Grái herinn og ELVIS. Elsta endurnýjaða vörumerkið er orðmerkið SUNLIGHT en upphaflegur umsóknardagur merkisins var fyrir rúmum 110 árum eða 5. desember 1911.

Einnig eru tilkynntar skráningar 25 landsbundinna og 5 alþjóðlegra hönnunarumsókna, þar á meðal er skráning á hönnun á armpúða í bíl, bílsæti og felgum.

Í blaðinu er auk þess að finna 97 evrópsk einkaleyfi sem taka gildi á Íslandi en þeirra á meðal er aðferð til fjölfrumnauppbyggingar, bestun á skurðarhraða bitaskurðarblaðtækis og meðferðakerfi við öndunartengdum svefnröskunum.

Í blaðinu er einnig að finna sér kafla um vernd alþjóðlegra merkja.

Hugverkatíðindi Desember 2021

Viltu fá Hugverkatíðindin send í tölvupósti?

Skrá á póstlista fyrir Hugverkatíðindi

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email