Desember tölublað Hugverkatíðinda má nálgast rafrænt hér.

Á meðal þeirra merkja sem eru birt skráð í dag er merki Faggildingarsviðs Hugverkastofunnar nr. V0117898, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra setti Þórunni Önnu Árnadóttur sem forstjóra Hugverkastofunnar til að annast meðferð umsóknarinnar.

Á meðal endurnýjaðra merkja sem eru auglýst að þessu sinni er orðmerkið DMC sem hefur verið skráð hér á landi frá 1920. Eigandi merkisins - Dollfus-Mieg et Compagnie - er franskt fyrirtæki í textíliðnaði sem hefur verið starfrækt frá árinu 1746 og framleiðir m.a. bómullargarn sem ætti að vera þeim sem stunda útsaum nokkuð kunnugt.

Elsta íslenska vörumerkið sem er auglýst endurnýjað að þessi sinni er merkið Ljóma- og er endurnýjun á þessari 50 ára gömlu skráningu viðeigandi nú þegar jólabakstur stendur sem hæst.

 

Skrá á póstlista fyrir Hugverkatíðindi

 

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email