Dufl er sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins í ár fyrir hugmynd að nýrri tegund áreiðanlegs staðsetningarbúnaðar á sjó. Sigurvegarinn var tilkynntur á lokahófi keppninnar í Háskólanum í Reykjavík í gær.

Dufl vann einnig sérverðlaun í flokki Vöru (Product) og hlaut meðal annars að launum samtalsleit einkaleyfa frá Hugverkastofunni. Í flokki Heilsa (Health) vann teymið Örmælir sérverðlaun og hlaut þar einnig samtalsleit einkaleyfa frá Hugverkastofunni, en hugmynd þeirra er tæki sem mælir mjög lítið vökvamagn snertilaust og er notað við rannsóknir í heilbrigðisvísindum

Í flokki Sjálfbærni og grænna lausna (Green) sigraði teymi Green Bytes fyrir hugbúnað sem byggir á vitvélatækni (e. machine learning) til að minnka matarsóun og auka hagnað veitingastaða. Í flokki Stafrænna lausna (Digital)  sigraði Statum fyrir þráun á gagnvirkum dómsal í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis að fara fyrir dóm. Loks sigraði VEGAnGERÐIN í vali fólksins sem fór fram á RÚVnúll fyrir íslenskan grænan próteingjafa fyrir heimili og veitingastaði.

Yfir 150 hugmyndir bárust í keppnina en tíu hugmyndir voru valdar til að keppa til úrslita. Hugverkastofan var samstarfsaðili Gulleggsins 2019 líkt og síðustu ár en stofnunin tók þátt í vinnustofum keppninnar, veitti þátttakendur sérfræðiráðgjöf og átti sæti í rýninefnd og dómnefnd keppninnar.

Sigurvegari Gulleggsins hlaut að launum 1,5 milljón króna í peningum og verðlaunagripinn Gulleggið sem í ár er hannaður af Írisi Indriðadóttur vöruhönnuði frá Listaháskóla Íslands.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email