Einkaleyfastofan var í þriðja sæti í flokki meðalstórra stofnana í könnuninni Stofnun ársins 2019. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar 15. maí síðastliðinn á Hilton Reykjavík Nordica að viðstöddu fjölmenni.

Einkaleyfastofan var í þriðja sæti í flokki meðalstórra stofnana (20-49 starfsmenn) og í því fjórða á heildina litið. Starfsfólk 162 stofnanna, alls 10.845 svarendur, tóku þátt í könnuninni. Einkaleyfastofan hlýtur jafnframt titilinn Fyrirmyndarstofnun ársins líkt og undanfarin ár, en Einkaleyfastofan hefur verið í efstu þremur sætunum síðastliðin sjö ár og síðustu tvö í því þriðja. Í flokki meðalstórra stofnana og einnig á heildina litið er Menntaskólinn á Tröllaskaga í 1. sæti og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum í 2. sæti.

Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og fjölmargra stofnana. Könnunin er gerð meðal starfsfólks ríkis og sveitarfélaga og er spurt um stjórnun, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi, jafnrétti, ánægju og stolt.

Nánari upplýsingar um niðurstöður Stofnun ársins 2019  er hægt að finna hér.