Þann 1. maí 2021 tók gildi endurskoðuð stefna Hugverkastofunnar til ársloka 2022 og nýtt skipurit.

Í stefnunni er rík áhersla lögð á áframhaldandi uppbyggingu á skilvirkri og notendamiðaðri þjónustu og leika því þróun á stafrænum lausnum og upplýsingamiðlun lykilhlutverk í stefnumiðum og helstu verkefnum á komandi misserum.   

Áfram verður lögð áhersla á að styrkja ásýnd og auka vitund um hugverkaréttindi, auk þess sem við leggjum okkur fram við að skapa góðan vinnustað samhliða því að stuðla að stöndugum og umhverfisvænum rekstri.

Breytingar á skipulagi og skipuriti styðja með gagnsæjum hætti við markmið endurskoðaðrar stefnu og er ætlað að styrkja starfsemi stofnunarinnar jafnt inn á við sem út á við. Þá verður aukin áhersla lögð á flæði upplýsinga og þekkingar með innleiðingu á fjölbreyttri teymisvinnu.

Endurskoðuð stefna Hugverkastofunnar           Nýtt skipurit Hugverkastofunnar

Skipurit 2021

 

 

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email