Hugverkastofan hefur á liðnum vikum unnið að því að endurskoða og gera aðgengilegri viðmið stofnunarinnar um umboð og eru þau nú aðgengileg hér.

Endurskoðunin kom einkum til í kjölfar breyttra laga og nýrrar reglugerðar um vörumerki, sem m.a. gáfu Hugverkastofunni færi á að afnema skyldu til framlagningar umboðsskjals vegna umsýslu vörumerkjamála. Sú framkvæmd hefur þegar verið tekin upp vegna nýrra umsókna en almennt teljast viðmið þessi tekin upp vegna erinda sem borist hafa Hugverkastofunni eftir 15. febrúar 2021.

Breytt framkvæmd afnemur ekki skyldu umsækjenda/eigenda með erlent heimilisfang að tilnefna umboðsmann, sbr. 35. gr. laganna. Ávallt þarf að gæta þess að skýrt umboð til athafna sé til staðar og getur stofnunin ávallt kallað eftir staðfestingu á umboði ef þörf krefur. Áfram verður heimilt að vísa til fyrirliggjandi umboðs eða leggja fram nýtt, hvort sem er sértækt eða allsherjarumboð.

Sérstök athygli er vakin á breyttri framkvæmd vegna beiðna um aðilaskipti. Tíðkast hefur að með beiðni um innfærslu aðilaskipta fylgi umboð frá þeim sem ekki er skráður umboðsmaður, sem aðeins tekur til þess að óska eftir innfærslunni fyrir hönd nýs eiganda. Ef gögn um aðilaskiptin eru í lagi hefur Hugverkastofan fært inn nafn á nýjum eiganda í samræmi við 37. gr. vörumerkjalaga. Nafn fyrri umboðsmanns hefur fengið að standa áfram í vörumerkjaskrá, þrátt fyrir að umboð honum til handa hvað varðar umsóknina/skráninguna hafi ekki verið lagt fram. Eftirleiðis verður litið svo á, tilnefni nýr eigandi merkis ekki umboðsmann til þess að koma fram fyrir sína hönd eftir aðilaskiptin, að viðkomandi eigandi sé í raun án umboðsmanns. Hugverkastofan mun því í þessum tilvikum framvegis fara fram á að umboðsmaður verði tilnefndur í samræmi við 1. mgr. 35. gr. vörumerkjalaga.

Spurningum og/eða athugasemdum varðandi breytta framkvæmd má beina til yfirlögfræðings.

Image
Mynd
Margrét Hjálmarsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Position
Yfirlögfræðingur
E-Mail
@email