Fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en fyrirtæki sem gera það ekki. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) sem kom út í dag. Jafnframt kemur fram að fyrirtæki sem eiga að minnsta kosti eitt einkaleyfi, skráð vörumerki eða skráða hönnun borga jafnfram að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki.

Skýrslan, „Intellectual property rights and firm performance in the EU“, sýnir fram á sterka og jákvæða fylgni á milli hugverkaeigna fyrirtækja og efnahagslegrar frammistöðu þeirra. Þegar skoðaðar eru ólíkar tegundir hugverkaréttinda kemur fram að sterkasta fylgnin er hjá fyrirtækjum sem eiga einkaleyfi en þau eru með að meðaltali 36% hærri tekjur á starfsmann og 53% hærri laun samanborið við fyrirtæki sem eiga engin skráð hugverk.

Rannsókn EPO og EUIPO sýnir enn frekar fram á mikilvægi hugverkaverndar fyrir hagkerfi og iðnað. Sameiginleg rannsókn EPO og EUIPO frá árinu 2019 sýndi fram á mikil efnahagsleg umsvif og atvinnusköpun íslenskra fyrirtækja sem vernda hugverkin sín. Önnur skýrsla EPO og EUIPO, sem einnig var birt árið 2019, sýndi jafnframt fram á að lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga skráð einkaleyfi, vörumerki eða hönnun væru líklegri til að ná miklum vexti í veltu. Þegar þessar rannsóknir eru teknar saman koma sterkar vísbendingar um tengsl á milli verndun hugverka og efnahagslegrar frammistöðu, bæði þjóðhagslega og hjá einstökum fyrirtækjum.

Skýrslu EPO og EUIPO má sjá í heild sinni hér.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email