Aðilar sem stunda hugverkaglæpi (t.d. framleiðsla og sala á fölsuðum varning og ólögleg dreifing höfundaréttarvariðs efnis) eru einnig viðriðnir aðra glæpi eins og eiturlyfjasmygl, manndráp, vörslu ólöglegra vopna, nauðungarvinnu, matvæla- og lyfjasvindl, skattsvik, spillingu og peningaþvott. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Löggæslusamvinnustofnun Evrópusambandsins (EUROPOL) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) sem birt var í dag.

Í skýrslunni kemur fram að hugverkaglæpir eru oft framdir af skipulögðu glæpasamtökum sem noti hugverkaglæpi til að fjármagna og styðja við aðra alvarlega glæpi. Þetta gengur gegn þeirri viðtæku skoðun að hugverkabrot séu glæpir án fórnarlamba, en auk þess að skaða efnahag og starfsemi fyrirtækja getur þetta haft víðtæk áhrif á heilsu og velferð neytenda, umhverfið og samfélagið í heild sinni.

Skýrsluna í heild sinni er hægt að lesa hér.

Sjá nánar á heimasíðu EUROPOL hér.

Sjá nánar á heimasíðu EUIPO hér.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email