Þrátt fyrir heimsfaraldur COVID-19 bárust hugmyndir frá 31 skóla í Nýsköpunarkeppni grunnskólana 2021. Nýlega voru sigurvegarar ársins tilkynntir en aðalverðlaun hlutu þær Ásta Maren Ólafsdóttir og Ásdís Elma Ágústsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla, með hugmyndina "samanbrjótanlegur hjálmur".

Samkvæmt lýsingu hugmyndarinnar er hægt að brjóta saman hjálmin svo hann tekur minna pláss. Kennari Ástu og Ásdísar er Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir.

Hlutu þær að verðlaunum 50.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt verðlaunabikar og viðurkenningarskjal undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands.

Hugverkastofan er samstarfsaðili NKG og átti Ásdís Kristmundsdóttir, fagstjóri hjá Hugverkastofunni, sæti í dómnefnd.

Önnur úrslit má sjá hér.

NKG 2021
Lýsing á sigurhugmynd NGK 2021

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla. Keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og hefur verið haldin, óslitið síðan. Undirbúningur fer fram í skólum landsins samhliða skólaárinu þar sem nemendur fá kennslu við að þróa verkefni á sínu áhugasviði, allt frá hugmyndum til veruleika. Þetta ferli virkjar sköpunarkraft nemenda í lausnamiðuðum hugsunarhætti og eykur sjálfstraust þeirra og frumkvæði.

 

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email