Viðskiptahugmyndin Heima sigraði Gulleggið 2020, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Rafrænt lokahóf keppninnar fór fram föstudaginn 16. október þar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynnti sigurvegarann.

Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga. r er hægt að skoða hvernig lausnin kemur til með að líta út. Verðlaunaféð fyrir fyrsta sætið var að þessu sinni 1.000.000 krónur frá Landsbankanum.

Í öðru sæti var hugmyndin Hemp Pack sem gengur út á að nýta iðnaðarhamp og örverur til að framleiða lífplast sem brotnar alveg niður í náttúrunni. Hemp Pack hlaut að launum 500.000 krónur frá Landsbankanum. Hemp Pack hlaut jafnframt samtalsleit einkaleyfa í aukaverðlaun frá Hugverkastofunni auk fleiri aukaverðlauna frá KPMG og Össur.

Í þriðja sæti var Frosti sem framleiðir íslenskar skyrflögur. Frosti hlaut að launum 300.000 krónur frá Landsbankanum. Frosti hlaut jafnframt aukaverðlaun frá Advel lögmönnum.

Sigurteymin þrjú. Ljósmynd: Gulleggið / Axel Fannar Sveinsson

Hugverkastofan hefur verið stoltur samstarfsaðili Gulleggsins síðustu ár. Icelandic Startups stendur árlega fyrir keppninni en hún er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Í ár bárust um 170 hugmyndir í keppnina og á bak við þær stóðu um 300 manns. Nánari upplýsingar um Gulleggið og keppnina í ár má finna hér.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email