Háskóli Íslands hefur undirritað samkomulag við Evrópsku einkaleyfastofuna (EPO) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um þátttöku í Pan-European Seal áætluninni. 

Markmið áætlunarinnar er að auka þekkingu á hugverkaréttindum meðal nemenda og starfsfólks háskóla í Evrópu og brúa þannig bilið á milli háskóla og atvinnulífsins þegar kemur að hagnýtingu og verndun hugverka. Háskólar sem eru hluti af áætluninni fá aðgang að kennsluefni og annars konar stuðning við kennslu og skipulagningu viðburða tengdum hugverkaréttindum.

Með þátttöku fá nemendur Háskóla Íslands einnig tækifæri til að fara í launað starfsnám hjá EPO og EUIPO. Þar geta nemendur öðlast einstaka starfsreynslu hjá alþjóðastofnunum og alhliða fræðslu á hugverkaréttindum en auk þess fylgja starfsnáminu ýmis konar fríðindi eins og tungumálanám. Nemendur á viðeigandi fræðisviðum geta sótt um starfsnámið til háskólans sem tilnefnir ákveðinn fjölda nemenda á hverju ári til EPO og EUIPO. Starfsnámið er opið fyrir nemendur sem leggja stund á efna- og tæknivísindi, verkfræði, lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði, alþjóðatengsl og samskipti.

EPO er önnur stærsta stofnun Evrópu með rúmlega 7 þúsund starfsmenn frá fleiri en 30 löndum. Höfuðstöðvar EPO eru í München en stofnunin er einnig með skrifstofur í Haag, Berlín, Vínarborg og Brussel. EUIPO er stærsta sjálfstæða undirstofnun Evrópusambandsins með um 1.200 starfsmenn og aðsetur í Alicante. Hugverkastofan á í miklu samstarfi við EPO og EUIPO fyrir Íslands hönd og átti milligöngu um samstarfa stofnananna við Háskóla Íslands við þátttöku í Pan-European Seal áætluninni.

56 háskólar í 26 löndum víðsvegar um Evrópu eru þátttakendur í áætluninni.

Samkvæmt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla íslands, mun samstarfið bæta aðgengi nemenda og starfsfólks að fræðslu um hugverkaréttindi, bæta hugverkakennslu auk þess sem að skapa nemendum tækifæri til að kynnast verndun hugverkaréttinda í starfi hjá alþjóðastofnunum. Rektor þakkar Hugverkastofunni fyrir að hafa milligöngu um samstarfið.

Nánar um Pan-European Seal áætlunina á heimasíðu EPO.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email