Hugverkastofan fagnar í dag 30 ára afmæli, en þann 1. júlí 1991 tók Hugverkastofan, þá Einkaleyfastofan, til starfa. Í gegnum tíðina hefur stofnunin tekið miklum breytingum í takt við aukið mikilvægi hugverkaréttinda í iðnaði, viðskiptum og nýsköpun. Á opnunarári Einkaleyfastofunnar voru um 1.000 vörumerki skráð hér á landi á ári hverju en til samanburðar þá voru rúmlega 4.000 vörumerki skráð hér á landi á árinu 2020.

Það er viðeigandi að í Morgunblaðinu þann 11. júlí 1991 birtist frétt um opnun Einkaleyfastofunnar undir fyrirsögninni „Þjónusta við iðnaðinn efld með einkaleyfastofu“, en hlutverk okkar og áhersla hefur einmitt alltaf verið að þjónusta íslenskan iðnað og nýsköpun með þarfir viðskiptavinarins að leiðarljósi.

Hugverkastofan mun fagna áfanganum með alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu þann 4. nóvember. Ráðstefnan, „IP and sustainability: Innovation for a brighter future“, mun einblína á samspil hugverka, nýsköpunar og sjálfbærni og hvernig hugverkaréttindi og nýsköpun geta skapað betri og meiri velmegandi framtíð. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email