Hugverkastofan á Framadögum 2020

Hugverkastofan kynnti þau starfstækifæri sem leynast í heimi hugverkaréttinda á Framadögum 2020 sem voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík þann 30. janúar. Á Framadögum kynna fyrirtæki og stofnanir starfsemi sína og framtíðarsýn fyrir nemendum og öðrum í atvinnuleit.

Viðburðurinn var settur af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en hann heimsótti einnig á bás Hugverkastofunnar ásamt Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, og ræddi þar við starfsfólk um starfsemi og hlutverk Hugverkastofunnar.
Þetta er í fjórða skiptið sem Hugverkastofan tekur þátt í Framadögum en stofnunin tekið þátt undir nafni Einkaleyfastofunnar frá árinu 2017. Framadagar hafa verið haldnir ár hvert við Háskólann í Reykjavík um nokkurt skeið og standa samtökin AIESEC að þeim.