Hugverkastofan hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum. Með innleiðingu staðalsins hefur stofnunin komið sér upp stjórnkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum séu rekjanlegar, byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Stefna Hugverkastofunnar er að allt starfsfólk, óháð kyni, njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, þannig að engin ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Vottunin nær yfir allt starfsfólk Hugverkastofunnar, að undanskildu starfsfólki Faggildingarsviðs.

Jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun Hugverkastofunnar er aðgengileg á vef Hugverkastofunnar.

Með jafnlaunavottuninni hefur Hugverkstofan öðlast heimild til að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára. Jafnlaunamerkið er skráð vörumerki og er því ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email