Hugverkastofan og auglýsingastofan Kontor Reykjavík eru tilnefnd til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna. Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar í gær, 8. apríl, en þau eru veitt í 35. sinn í ár.

Tilnefninguna hlutu Hugverkastofan og Kontor fyrir „Það hefst með góðri hugmynd“ í flokknum „Bein markaðssetning“ en þar á við t.d. markpóst í prentuðu eða rafrænu formi, hlut eða gjörning sem sendur er á fyrirfram skilgreindan hóp í þeim tilgangi að framkalla bein viðbrögð.

Ljósapera Markaðsefni

Verðlaunin sjálf verða veitt í beinni útsendingu föstudaginn 16. apríl á mbl.is. Það eru ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), sem standa að verðlaununum.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email