Hugverkastofan hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir að hafa stigið fyrsta Græna skrefið. Viðurkenningarskjalið var formlega afhent á rafrænum fundi með fulltrúa Umhverfisstofnunar og starfsfólki Hugverkastofunnar.

Umhverfisstofnun heldur utan um verkefnið sem er ætlað að aðstoða stofnanir við að efla sitt umhverfisstarf. Með þátttöku í Grænum Skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga. Verkefninu er skipt upp í fimm skref og inniheldur hvert skref á bilinu 20-40 aðgerðir sem þarf að innleiða í rekstur Hugverkastofunnar. Veitt er viðurkenning frá Umhverfisstofnun fyrir hvert skref sem lokið er við.

Þátttaka Hugverkastofunnar í Grænum Skrefum er í samræmi við stefnu stofnunarinnar fyrir árin 2018-2021 en þar er lögð sérstök áhersla á að „starfsemi Hugverkastofunnar hafi sem minnst áhrif á umhverfið“.

Frekari upplýsingar má finna í frétt á heimasíðu Grænna skrefa.

 

 

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email