Ísland fellur um eitt sæti á nýsköpunarvísitölu Alþjóðahugverkastofnunarinnar (e.  Global Innovation Index, GII) fyrir árið 2020. Ísland er nú í 21. sæti vísitölunnar en fór upp um þrjú sæti á vísitölunni í 20. sæti í fyrra eftir að hafa verið í 23. sæti árið 2018.

Sviss er í efsta sæti vísitölunnar líkt og í fyrra en þar á eftir koma Svíþjóð, Bandaríkin, Bretland og Holland. Norðurlandaþjóðirnar eru allar ofarlega líkt og síðustu ár, Svíþjóð er í öðru sæti á meðan Danmörk er í 6. sæti, Finnland í 7. sæti og Noregur í 20. sæti.

GII 2020 Nordic

Vísitalan tekur saman og raðar nýsköpunargetu og -árangri aðildarríkja stofnunarinnar en meðal þess sem skoðað er er árangur ríkja í hugverkaframleiðslu og -vernd ásamt fjárfestingu í nýsköpun. Ísland skorar tiltölulega hátt í þremur af sjö undirstoðum vísitölunnar: Stofnanir (e. Institutions), viðskiptaumhverfi (e. Business sophistication) og hugvitsafurðir (e. Creative outputs). Á sama tíma skorar Ísland tiltölulega lágt áí fjórum undirstoðum: Mannauður og rannsóknir (e. Human capital & research), innviðir (e. Infrastructure), markaðsumhverfi (e. Market sophistication) og þekkingar- og tækniafurðir (e. Knowledge & technology outputs.)

Skýrsla GII í ár skoðar sérstaklega fjármögnun á bakvið nýsköpun og hvernig hægt er að hvetja til nýsköpunardrifinnar frumkvöðlastarfsemi, hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem blasa við heiminum um þessar mundir vegna COVID-19 er einnig farið yfir nýjar mögulegar leiðir til að fjármagna rannsóknir og þróun á þessum erfiðu tímum.

Francis Gurry, forstjóri Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO), vekur athygli á því mikilvægi þess að stjórnvöld setji nýsköpun í forgang í aðgerðaráætlunum á tímum COVID-19: „Stjórnvöld þurfa að horfa fram á veginn í þeim aðgerðum sem ráðist er í og styðja við einstaklinga, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki og aðra aðila sem eru með nýsköpunar- og samstarfshugmyndir fyrir heiminn að loknum COVID. Nýsköpun er lausnin.“

Hægt er að sjá heildarárangur Íslands með því að smella hér.

Hægt er að skoða skýrslu GII 2020 í heild sinni og helstu niðurstöður með því að smella hér.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email