Ísland fellur um eitt sæti á Evrópsku stigatöflunni um nýsköpun 2021 (European Innovation Scoreboard 2021 – EIS 2021) sem birt var í vikunni. Ísland er þar í 13. sæti af þeim 38 löndum sem tekin voru fyrir í skýrslunni. Þar kemur fram að nýsköpun hér á landi er yfir meðaltali samanborið við ríki Evrópusambandsins og Ísland því flokkað sem „Strong innovator“.

Ísland fær 109,9 stig þar sem 100 er meðalskor Evrópusambandsins. Frammistaða Íslands er því lakari en í fyrra þegar Ísland var með 114,1 stig.

Helstu styrkleikar Íslands samkvæmt skýrslunni eru birtingar á alþjóðlegum vísindagreinum, sameiginlegar birtingar opinberra- og einkaaðila og endurmenntun. Á síðustu árum hefur frammistaða Íslands hinsvegar versnað á sviði Doktorsnáms, rannsóknar- og þróunarfjárfestinga hjá fyrirtækjum, nýsköpun á sviði vöru- og viðskiptaferla, hreyfanleika á milli starfa á sviði vísinda og tækni, hönnunarumsókna og atvinna í þekkingargeiranum.

Á sviði hugverkaréttinda er Ísland talið vera sterkt á sviði alþjóðlegra PCT einkaleyfaumsókna (110,7 stig) en undir meðaltali á sviði vörumerkjaumsókna (68,9 stig) og hönnunarumsókna (5,1 stig).

Sviss er talið vera með mestu nýsköpunargetuna í Evrópu samkvæmt skýrslunni, en þar á eftir koma Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Finnland og Danmörk. Frammistaða Íslands hefur aukist hóflega frá því mælingarnar hófust árið 2014, eða um 7,9%. Noregur hefur bætt sig mest á þessum tíma eða um 25,9%.

Hægt er að lesa meira um frammistöðu Íslands með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Frammistaða Íslands í EIS 2021

Skýrsluna í heild sinni er hægt að lesa með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

European Innovation Scoreboard 2021

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email