Ísland fellur um tíu sæti á nýsköpunarmælikvarða Global Innovation Index 2018 sem er unnin af WIPO, en hún tekur saman og raðar nýsköpunargetu og -árangri aðildarríkja stofnunarinnar. Ísland er nú í 23. sæti en hefur verið í 13. sæti síðastliðin tvö ár.

Nýjasti nýsköpunarmælikvarði Evrópusambandsins sýnir einnig að nýsköpunargeta Íslands hefur dregist saman á síðustu árum. Samkvæmt European Innovation Scoreboard 2018 sem kom úr fyrir stuttu þá hefur einkunn Íslands fallið úr 121,7 árið 2010 í 120,8 árið 2017 en á sama tíma hefur nýsköpunargeta flestra ríkja Evrópu og meðal nýsköpunargeta ríkja Evrópusambandsins aukist.

Hægt er að sjá nýjasta Global Innovation Index með því að smella hér.

Hægt er að sjá nýjasta European Innovation Scoreboard framkvæmdastjórnar ESB með því að smella hér.