Ísland er talið standa sig vel í nýsköpun samkvæmt Evrópsku stigatöflunni um nýsköpun 2020 (European Innovation Scoreboard 2020 – EIS 2020) sem birt var nýlega. Ísland er þar í tólfta sæti af 37 löndum sem skoðuð voru í skýrslunni en þar kemur fram að nýsköpun hér á landi var yfir meðaltali í fyrra samanborið við ríki Evrópusambandsins og Ísland því talið vera „Strong innovator“.

Ísland fékk 114,1 stig fyrir árið 2019 þar sem 100 var meðalskor Evrópusambandsins. Frammistaða Íslands hefur hinsvegar dvínað samanborið við ESB síðan 2012, en þá fékk Ísland 125,8 stig.

Sviss er talið standa sig best í nýsköpun af þeim löndum sem rannsóknin náði yfir og hefur bætt sig um 22,6% samanborið við Evrópusambandið frá 2012. Norðurlöndin eru einnig talin standa sig mjög vel í nýsköpun en Svíþjóð, Finnland og Danmörk eru í 2. til 4. sæti á stigatöflunni á meðan Noregur er í 9. sæti.

Þegar kemur að mælikvörðum tengdum hugverkaeignum er Ísland hinsvegar undir meðaltali ESB með 76,3 stig en þar eru skoðaður fjöldi alþjóðlegra einkaleyfaumsókna, vörumerkjaumsókna og hönnunarumsókna.

Nánari tölur um frammistöðu Íslands má finna hér.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email