Ísland fer upp um þrjú sæti á nýsköpunarvísitölu Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO Global Innovation Index) fyrir árið 2019. Ísland er nú í 20. sæti vísitölunnar en féll um tíu sæti á vísitölunni í fyrra eftir að hafa verið í 13. sæti árin tvö á undan.

Sviss er í efsta sæti vísitölunnar líkt og í fyrra en þar á eftir koma Svíþjóð, Bandaríkin, Holland og Bretland.

Skýrsla GII 2019 skoðar sérstaklega landslagið í nýsköpun læknavísinda og hvernig hlutverk nýsköpunar á þessu sviði mótar framtíð heilsugæslu og möguleg áhrif á hagvöxt um allan heim.

Vísitalan tekur saman og raðar nýsköpunargetu og -árangri aðildarríkja stofnunarinnar en meðal þess sem skoðað er er árangur ríkja í hugverkagerð og -vernd ásamt fjárfestingu í nýsköpun og stjórnmálaumhverfi.

Hægt er að skoða skýrslu GII 2019 í heild sinni og helstu niðurstöður með því að smella hér.

Hægt er að sjá heildarárangur Íslands með því að smella hér.

 

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email