Janúar tölublað Hugverkatíðinda er komið út og má nálgast rafrænt hér.

Í tíðindum mánaðarins má finna skráningu og auglýsingu 67 landsbundinna vörumerkja ásamt 175 alþjóðlegum birtingum. Meðal landsbundinna vörumerkja sem birt eru í þetta sinn má nefna orð- og myndmerki Bókabúðar Máls og menningar, orðmerkið YOUTUBE SHORTS og Spjallmennið Njáll sem orðmerki og myndmerki í eigu Íslandspósts. Meðal alþjóðlegra vörumerki sem skráð eru hér á landi eru má nefna orð- og myndmerkið Leffe og orðmerkið FERRARI í í eigu Ferrari á Ítalíu.

Í blaðinu er auk þess að finna 158 evrópsk einkaleyfi sem taka gildi á Íslandi en þeirra á meðal er samsett meðferð til að meðhöndla krabbamein, tæki til að kóða og afkóða myndir auk jarðvarmabúnaðar.

Nú eru hlekkir á bakvið úrskurði og ákvarðanir sem birt eru í blaðinu, í rafrænni útgáfu er hægt að nálgast efnið með því að smella á úrskurðinn eða ákvörðunina.

Hugverkatíðindi - Janúar 2022

Viltu fá Hugverkatíðindin send í tölvupósti?

Skrá á póstlista fyrir Hugverkatíðindi

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email