Fjöldi umsókna um alþjóðlega skráningu hugverka jókst mikið á síðasta ári samkvæmt nýrri tölfræði Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO). Kína fór fram úr Bandaríkjunum í fjölda umsókna um alþjóðleg einkaleyfi í fyrsta skiptið og er nú helsti umsóknaraðilinn hjá WIPO.

Kínverskir aðilar sóttu um 58.990 alþjóðleg einkaleyfi hjá WIPO árið 2019. Bandaríkin, sem hafa vermt toppsætið í fjölda umsókna frá því alþjóðlegi samstarfssamningurinn um einkaleyfi (e. Patent Cooperation Treaty - PCT) tók gildi árið 1978, voru með næst flestar umsóknir en bandarískir aðilar sóttu um 57.840 alþjóðleg einkaleyfi árið 2019.

Fjöldi alþjóðlegra einkaleyfaumsókna (PCT) 2018 2019 Breyting milli ára milli ára
Kína 53.349 58.990 10,6%
Bandaríkin 56.252 57.840 2,8%
Japan 49.706 52.660 5,9%
Þýskaland 19.742 19.353 -2,0%
Suður Kórea 16.917 19.085 12,8%
Frakkland 7.918 7.934 0,2%
Bretland 5.634 5.786 2,7%
Sviss 4.576 4.610 0,7%
Svíþjóð 4.168 4.185 0,4%
Holland 4.134 4.011 -3,0%

Árið 2019 var metár í fjölda umsókna um skráningu hugverka hjá WIPO. Fjöldi alþjóðlegra einkaleyfaumsókna sem barst WIPO jókst um 5,2% milli ára (265.800 umsóknir), en fjöldi alþjóðlegra vörumerkjaumsókna sem bárust WIPO í gegnum Madrídarkerfið jókst um 5,7% (64.400 umsóknir). Umsóknum um alþjóðlega skráningu á hönnun í gegnum Haagkerfið fjölgaði um 10,4% (21.807 umsóknir).

Umsóknum hjá WIPO hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum en á tímabilinu 2009 til 2019 fjölgaði alþjóðlegum einkaleyfaumsóknum um 71%, alþjóðlegum vörumerkjaumsóknum um 78,4% og alþjóðlegum hönnunarumsóknum um 167%.

Fjöldi umsókna hjá WIPO 2009 2019 Breyting 2009 - 2019
Alþjóðleg einkaleyfi (PCT kerfið) 155.408 265.800 71.0 %
Alþjóðleg vörumerki (Madrid kerfið) 36.094 64.400 78.4%
Alþjóðleg hönnun (Hague kerfið) 8.166 21.807 167.0%

Nánari upplýsingar um fjölda umsókna og starfsemi WIPO á árinu 2019 má nálgast hér.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email