Við innleiðingu auglýsingar nr. 1094/2017, sem tók gildi þann 1. janúar sl., urðu þau leiðu mistök í skrá um flokkun vöru og þjónustu, sbr. fylgiskjal, að í stað orðsins „molta“ í flokki 1 var orðið „rotmassi“ notað og í flokki 7 féll niður orðalagið „þó ekki í landfarartæki“ á tveimur stöðum í stað þess að eingöngu svigar væru felldir brott. Þetta hefur nú verið lagfært og hefur rétt fylgiskjal nú verið birt með auglýsingu nr. 167/2018, sjá hér.