Nú er hægt að sækja um alþjóðlega vörumerkjaskráningu hjá Alþjóðahugverkastofnuninni (e. World Intellectual Property Organization - WIPO) með milligöngu Hugverkastofunnar með rafrænu ferli. Ferlið er pappírslaust, notendavænt og öruggt.

Alþjóðleg umsókn þarf að byggja á innlendri umsókn eða skráningu, eftir það er hægt að hefja alþjóðlega ferlið:

 1. Stofna aðgang hjá WIPO.
 2. Innskrá og fylla út umsókn samkvæmt leiðbeiningum í ferlinu.
 3. Ganga frá greiðslu til Hugverkastofunnar sem innheimtir gjald skv. gjaldskrá fyrir að fara yfir umsóknina í Madrid e-filing.
  • Hægt er að velja um tvær leiðir:
   1. Greiðsluseðill birtist sjálfkrafa í heimabanka umboðsmanns eða eiganda kennitölu þess sem sækir um í gegnum Madrid e-filing.
   2. Gengið er frá greiðslu umsýslugjalds áður en sótt er um með því að senda beiðni til hugverk@hugverk.is.
 4. Umsókn formlega meðhöndluð af Hugverkastofunni í Madrid e-filing kerfinu. Ef eitthvað er ábótavant er haft samband við umsækjanda en ef engar athugasemdir þá er umsóknin send til WIPO.

Leiðbeiningar við innskráningu og útfyllingu umsóknar til WIPO má nálgast hér.

Nánari upplýsingar um alþjóðlegt umsóknarferli vörumerkja, formlega meðhöndlun Hugverkastofunnar og WIPO má finna hér

Sjá nánar frétt á heimasíðu WIPO hér.